Leiðsögunám

- áfangastaðurinn Ísland
Verð 790.000 ISK
Í gangi

Námið hefst 6. sept. 2022 og lýkur með útskrift í júní 2023.

186 klst.

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Markmið

Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn um Ísland í samræmi við Evrópustaðal ÍST EN 15565:2008

Að námi loknu á nemandi að:
Kunna skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns í hópstjórn, samskiptum við ferðamenn og aðra aðila í ferðaþjónustu.
Geta tekið á móti og átt samskipti við ólíka hópa ferðamanna, með mismunandi þarfir.
Þekkja sögu og eðli ferðaþjónustu og áhrif ferðamennsku á umhverfi.
Hafa haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars, sögu og menningar Íslands, ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna með aðferðum umhverfistúlkunar.
Geta notað viðeigandi tungumál og hafa til þess sérhæfðan orðaforða til miðlunar umfjöllunarefnis.
Geta aflað gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna.
Geta lýst áfangastaðnum Íslandi, helstu ferðamannastöðum landsins, afþreyingar-möguleikum og ferðaleiðum.
Geta hannað ferðir með hliðsjón af helstu skipulagsþáttum.
Þá miðar námið að því að efla þekkingu nemenda á:

Ferðaþjónustu sem atvinnugrein.
Lögum, reglugerðum og rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar.
Stofnun og rekstri lítilla ferðaþjónustufyrirtækja.
Markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla.

Kennslufyrirkomulag

Námið skiptist í tvö misseri.
Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst.
Kennt er alla jafna á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55

Námsmat

Námsmat byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum.

Fjarnám

Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fagráð

Ágúst Elvar Bjarnason, Samtök ferðaþjónustunnar
Guðmundur Björnsson, fagleg umsjón námsins
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri EHÍ
Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor við Hugvísindasvið HÍ
Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ
Steinunn Harðardóttir, leiðsögumaður

Fyrir hverja

Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Einnig getur námið verið kjörið fyrir þá sem vilja kynnast betur landi og þjóð og er því í boði að sækja stök námskeið eða námið að hluta án námsmats.

Umsókn

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá (CV). Inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina eins og til dæmis haldgóð starfsreynsla sem nýtist í náminu.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í kennsluskrá (PDF).

Stök námskeið er hægt að sitja án námsmats og eru án inntökuskilyrða.
Skráning í stök námskeið:
Leiðsögumaðurinn 1 Hófst 6. september 2022
Íslenskt nútímasamfélag Hófst 29. september 2022
Veðurfræði og næturhiminninn Hófst 18. október 2022
Íslandssaga Hófst 25. október 2022
Íslensk menning Hófst 17. nóvember 2022
Á vormisseri 2023
Lífríki Íslands Hófst 10. janúar 2023
Jarðfræði Íslands Hófst 2. febrúar 2023
Ferðaþjónusta og áhrif ferðamennsku Hefst 28. febrúar 2023
Leiðsögumaðurinn 2 Hefst 30. mars 2023
Áfangastaðurinn Ísland Hefst 18. apríl 2023

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögunám

Verð
790000