null
Fréttir

Sönghæfileikar og sannfæringarkraftur

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingafélagi og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í nokkur ár. Samningatækni er hans sérsvið og hann kennir nokkur slík námskeið í vetur, bæði fyrir almenning og sérsniðin fyrir fyrirtæki. Elmar er kennari vikunnar.

Elmar er lögfræðingur með meistarapróf í fjármálum og viðskiptasiðfræði og er að eigin sögn með mikinn sannfæringarkraft sem hæfileika. Við trúum því mjög vel! Aðspurður um hæfileika sem gæti komið fólki á óvart segist Elmar hafa mikla sönghæfileika og bætir við: að eigin mati!

Námskeið sem Elmar kennir fyrir almenning:
Samningatækni (endurmenntun.is)

Það besta við að kenna hjá Endurmenntun HÍ segir Elmar vera að fá inn fólk úr atvinnulífinu á námskeið og þær umræður sem þar skapast.

Inntur eftir heillaráði til lesenda svarar Elmar einfaldlega: „Vertu þú sjálfur og taktu af skarið!“

Verð