null
Fréttir

Barðist fyrir tilvist sinni og hugsjónum

Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima 28 ára gömul, á afmælisdegi sínum, þann 5. júlí 1930. Hún ól upp fjölmörg fósturbörn og var brautryðjandi í uppeldismálum og umönnun þroskaheftra á Íslandi. Edda Björgvinsdóttir mun fara yfir sögu þessarar mögnuðu konu á glænýju námskeiði hjá Endurmenntun HÍ, Frumkvöðullinn Sesselja á Sólheimum, sem haldið verður á Sólheimum í byrjun október.

Sesselja ásamt tveimur af þeim börnum börnumsem hún tók að sér. Mynd aðsend.

Sesselja ásamt tveimur af þeim börnum börnumsem hún tók að sér. Mynd aðsend.

Edda Björgvinsdóttir leikkona kynntist starfi Sesselju fyrir margt löngu þegar henni hlotnaðist sá heiður að fá að stjórna hinu árlega Svarta-Péturs móti líklega árið 1998. „Svavar Gests plötuútgefandi og Bryndís Schram höfðu stjórnað mótinu á undan mér. Ég gleymi því aldrei þegar ég keyrði afleggjarann að þessu fallega þorpi sem liggur í skjólsælum bolla í Grímsnesinu, þar sem áður var jörðin Hverakot, og ég sá öll þessi fallegu litlu hús og þennan einstaka gróður, þá trúði ég hreinlega ekki mínum eigin augum. Upplifunin var eins og þegar ég var barn að fletta fallegum ævintýrabókum. Undursamleg fegurð!“

Sesselja á frímerki. Mynd af Facebook síðu Sólheima.

Sesselja á frímerki. Mynd af Facebook síðu Sólheima.

Eins og flestar listamannasálir upplifa í fyrstu heimsókninni til Sólheima hugsaði Edda með sér: „Ég vil flytja hingað og búa hérna!“ Sá draumur rættist reyndar óvænt nokkrum árum seinna þegar hún fékk að dvelja með fjölskyldunni minni á Sólheimum í hálft ár á meðan hún samdi leikrit um Sesselju og leikstýrði. Það var í tilefni stórafmælis Sólheima og sýningin rataði í Þjóðleikhúsið.

Var langt á undan sinni samtíð

„Sesselja var ein af þessum stórkostlegu konum á heimsvísu. Hún var frumkvöðull og mikil baráttukona fyrir réttlæti og alla ævi sinnti hún fötluðu fólki og þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Sesselja fór ung til útlanda til að mennta sig, sem var mjög óvenjulegt á þessum tíma og hún er fyrsta manneskjan til að stunda lífræna ræktun á Norðurlöndum. Hún lærði meðal annars uppeldisfræði og umönnun fatlaðra í Danmörku og Þýskalandi og var óumdeilanlega langt á undan sinni samtíð. Hún þurfti virkilega að berjast fyrir tilvist sinni og hugsjónum og gafst aldrei upp þrátt fyrir margar tilraunir opinberra aðila til að knésetja þessa sterku konu.“

Sólheimar eru meðal annars þekkir fyrir mikla grósku og fallega hönnun. Mynd/vefsíða Sólheima

Sólheimar eru meðal annars þekkir fyrir mikla grósku og fallega hönnun. Mynd/vefsíða Sólheima.

Sólheimar eru í dag eitt af fáum "Ecovillage" í heiminum. Það er vistþorp, hefðbundið eða borgarsamfélag sem miðar að því að vera félagslega, menningarlega, vistfræðilega og efnahagslega sjálfbært með því að nota þátttökuferli í eigu staðarins.

Edda undistrikar að öll sem koma til Sólheima upplifi ólýsanlega töfra og þess vegna sé svo nauðsynlegt að mæta í þessa litlu paradís og sjá og finna galdrana. „Það sem er svo óvenjulegt og heillandi við Sólheima er hvað öll starfsemin miðast við þarfir fatlaðra. Það er allt á þeirra forsendum og gleðin og kærleikurinn er áþreifanleg í leik og starfi. Það fer enginn samur heim eftir að hafa komið til Sólheima, upplifað andrúmsloftið og kynnt sér sögu Sesselju.“

 

Verð