Staðnámskeið

Frumkvöðullinn Sesselja á Sólheimum

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Lau. 5. okt. kl.10:00 - 16:00

6 klst.

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 25. september. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Námskeiðið er eins dags heimsókn á Sólheima þar sem þátttakendur fræðast um Sesselju og hið fjölbreytta starf sem unnið er þar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti á eigin vegum á Sólheima í Grímsnesi.
Innifalið í verði er fjölbreytt fræðsla um Sesselju og Sólheima ásamt hádegisverði og hressingu.
 

Á þessu námskeiði kynnum við fyrir þátttakendum ofurkonuna Sesselju Sigmundsdóttur og starfsemi Sólheima í 95 ár. Sesselja var allt frá fermingu staðráðin í að sinna þeim sem minnst mega sín, þ.e. munaðarlausum börnum og þeim börnum sem áttu um sárt að binda.
 

Hún ferðaðist ung til útlanda og lærði uppeldisfræði, barnahjúkrun, rekstur barnaheimila og var fyrst Íslendinga til að læra sérstaklega „umönnun þroskaheftra“ eins og það hét þá og einnig var hún fyrsta manneskjan á Norðurlöndum til að stunda lífræna ræktun, eftir að hafa numið þau fræði á Norðurlöndunum.
 

Sesselja lærði líka hjá Rudolf Steiner í Þýskalandi og er starfsemi Sólheima byggð á antrópósófískum grunni (mannspeki) þess merka manns. Rúmlega 100 manns búa og starfa í þessu undurfallega samfélagi og þátttakendur á námskeiðinu fá að kynnast lífi íbúanna og allri starfsemi og listrænu starfi Sólheima.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Frumkvöðulinn Sesselju Sigmundsdóttur, uppvöxt hennar og lífsstarf.
  • Hugsjónir og starfsemi Sólheima.
  • Baráttu fyrir hugsjónum og fordóma samfélagsins.
  • Draumsýn Sesselju og ávexti starfs hennar.

Ávinningur þinn

  • Að læra um einstaka konu sem aldrei gafst upp.
  • Að kynnast mannspeki Rudolfs Steiner.
  • Að fræðast um hugmyndafræði og brautryðjendastarf Sesselju.
  • Að upplifa einstakt samfélag þar sem fötluð og ófötluð deila lífi og starfi.

Fyrir hverja

Öll sem hafa áhuga á baráttu einstakrar konu, Sesselju á Sólheimum, og óvenjulegu samfélagi sem byggir á kenningum Rudolfs Steiner og mannspeki hans og einnig þau sem láta sig varða fjölbreytta möguleika fyrir fatlaða einstaklinga.

Nánar um kennara

Edda Björgvinsdóttir er með MA í menningarstjórnun, diplómanám á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði, diplómanám á meistarastigi í Sálgæslu og situr í fulltrúaráði Sólheima.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Frumkvöðullinn Sesselja á Sólheimum

Verð
29900