Valmynd
Samgöngustofa, Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) og Menntavísindasvið Háskóla Íslands endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sín á milli um ökukennaranám til ársins 2028.
Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 skal Samgöngustofa gera samning við skóla á háskólastigi til fimm ára í senn um að þar fari fram ökukennaranám. Í samningnum er kveðið á um tilhögun og tíðni námsins og að námið fari fram samkvæmt námskrá sem Samgöngustofa setur og ráðherra staðfestir.
Samningurinn gildir til 1. apríl 2028 og leysir af hólmi fyrri samstarfssamning sem sömu aðilar gerðu árið 2018.
Námið var síðast kennt haustið 2021. Hjá EHÍ hefur verið unnið að breytingum og uppfærslu á náminu undanfarna mánuði og mun hópurinn sem hefur nám í haust vera sá fyrsti sem fer í gegnum uppfært nám. Meðal var kennsluskráin uppfærð og aukið við verklegan þátt námsins.
Upplýsingar um ökukennaranám til almennra réttinda má finna á vef EHÍ
Þann 8. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um ökukennaranám til almennra réttinda, skráning og nánari upplýsingar hér.