null
Fréttir

Rafrænir bæklingar haust 2021

Á dögunum gaf Endurmenntun út tvo bæklinga um allt námskeiðsframboð haustsins og að þessu sinni eru þeir báðir einungis gefnir út á rafrænu formi. Fróðleikur og skemmtun nær yfir öll námskeið í flokkunum persónuleg hæfni, menning og tungumál en þar er einnig að finna skemmtilegt viðtal við Emilíu Borgþórsdóttur iðnhönnuð um starf hennar sem sjálfstætt starfandi innanhúsráðgjafa og nýjustu trendin fyrir heimilið. Emilía hefur um langt skeið kennt vinsæl námskeið um hin ýmsu svæði heimilisins og í haust er á dagskrá glænýtt námskeið fyrir fólk sem við feta sig í átt að Grænni lífstíl. Í bæklingnum er einnig að finna góð ráð frá nöfnunum Rannveigu Eir Helgadóttur, geðhjúkrunarfræðingi og Rannveigu Björk Gylfadóttur, sérfræðingi í krabbameinshjúkrun en þær kenna námskeiðið Jákvæð heilsa – að takast á við áskoranir daglegs lífs. Gefa þær lesendum sniðugar ráðleggingar til að minnka streitu í daglegu amstri.

Bæklingurinn Sterkari í starfi er með frábæra upptalningu á starfstengdu námskeiðum haustsins en þar geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem fólk vill efla sig á sínu sviði eða leita á önnur mið og læra eitthvað alveg nýtt. Námskeiðsúrval Endurmenntunar er einstakt á menntunar- og fræðslumarkaði og við erum innilega stolt af því að geta sett það fram á svona skemmtilegan máta. Hægt er að smella beint á námskeiðsheitin til að komast á skráningarsíðu.

FRÓÐLEIKUR & SKEMMTUN

STERKARI Í STARFI

 

Verð