Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Grænn lífsstíll – okkar framlag skiptir máli

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 1. nóvember
Almennt verð 15.300 kr. 13.800 kr.
Nýtt

Fim. 11. nóv. kl. 19:30 - 22:00

2.5 klst.

Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli.

Undanfarin ár hefur neyslumynstur fjölskyldu minnar breyst mikið. Við höfum tekið markviss skref til að minnka vistspor okkar, m.a. með því að halda bókhald yfir plastnotkun og fleira. Nota minna, endurnýta og endurvinna – þessi þrjú mikilvægu skref eru góð þula fyrir okkur. Hver eru réttu skrefin? Það eru margir þættir sem við þurfum að skoða og ekkert eitt rétt í sjálfbærni.

Emilía hefur tekið þátt í námskeiðum, og byggir efnið að hluta á þeim, hjá Leyla Acaroglu sem rekur Unschool þar sem farið er í heildræna nálgun í að leysa flókin vandamál og knúið fram sjálfbærar og félagslegar breytingar.

Á námskeiðinu er fjallað um

Einföld fyrstu skref við innkaup, endurvinnslu og skipulag.
Hvaða lausnir eru til að takmarka umbúðir?
Ferðamáti – almenningssamgöngur og einkabíllinn.
Hvað getum við lagað og hvernig er hægt að lengja líftíma?
Sjálfbærni og hringrásarhugsun.

Ávinningur þinn

Þú færð hugmyndir um fyrstu skrefin að lægra vistspori.
Aukinn skilningur á umhverfisvænni lífsstíl.
Tileinkar þér aukna vitund um þinn lífsstíl.

Fyrir hverja

Þetta námskeið nýtist öllum þeim sem vilja taka skref í átt að grænum lífsstíl en vita ekki hvar á að byrja.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Kennari er Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður. Hún hefur kennt vinsæl námskeið hjá EHÍ. Starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Hennar sex manna fjölskylda hefur markvisst unnið að því að draga úr vistspori.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Grænn lífsstíll – okkar framlag skiptir máli

Verð
15300

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir einf&ouml;ld en mikilv&aelig;g skref &iacute; &aacute;ttina a&eth; gr&aelig;num l&iacute;fsst&iacute;l. Vi&eth; s&yacute;num fram &aacute; hva&eth; vi&eth; getum gert sem einstaklingar og hvert skref &iacute; r&eacute;tta &aacute;tt skiptir m&aacute;li.</span>