null
Fréttir

Þjálfun í að vera viðstödd eigið líf

Styrkleikar og núvitund í dagsins önn er 8 skipta námskeið byggt á tveimur kröftugum greinum, núvitundarhugleiðslu og beiting persónuleikastyrkleika. Kennarinn, Steinunn Eva Þórðardóttir, miðlar þar leiðum til að taka þátt í lífinu á dýpri hátt. Kjarninn er að ná fram betri sjálfsvitund og sjálfsuppgötvun.

Steinunn Eva er með meistarapróf í lýðheilsu, diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og markþjálfi. Hún er ein af fáum í heiminum vottun frá VIA og heiðarsnafnbótina MBSP Charter member. Það er vegna þess að hún var í fyrsta hópnum sem tók þetta nám.

„Við vorum frá mismunandi heimshlutum og hugmyndir var sú að við bærum fræðin áfram í okkar löndum, sem ég reyni að gera meðal annars með því að bjóða þetta námskeið. Upphaflega fór ég að kynna mér þessi fræði til að geta kennt framhaldsskólanemendum þau, því þetta væri svo sniðugt fyrir þau að læra. En við að fara í ársnám í Jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun HÍ rann upp fyrir mér munurinn á að læra um eitthvað og að virkilega ástunda það.“

Lífið breyttist þegar hún gerði sjálf æfingarnar sem hún kenndi

Líf Steinunnar gjörbreyttist til hins betra við að gera sjálf æfingarnar sem hún hafði reyndar sett nemendum sínum fyrir áður, en ekki gert sjálf af heilum hug. „Síðan þá hef ég verið sjúk í að læra meira um jákvæða sálfræði og fara dýpra í núvitund, sjálfsvinsemd grósku og fleira sem henni fylgir.“

Þegar VIA bauð upp á þetta námskeið, MBSP, sem byggir á þeirri nýung að tengja saman styrkleikanálgun og núvitund var Steinunn einmitt tilbúin í meira. „Ég hafði tekið nokkur formleg núvitundarnámskeið öðru hvoru, til að skerpa á eigin ástundun en fannst ég þurfa eitthvað nýtt. Hönnuður námskeiðsins Ryan Niemiec er afkastamikill höfundur á þessu sviði, stórt nafn í fræðunum og frábær kennari. Ég var mjög ánægð og námið nýttist vel bæði í starfi og persónulega.“

Fáeinum árum seinna kom tilboð til þeirra sem höfðu klárað MBSP, að taka þjálfunarnámskeið til að kenna það sjálf og þá var Steinunni einmitt aftur farið að langa til að fara lengra og dýpra. „Við erum aðeins tvær íslenskar sem höfum þessa þjálfun, mér vitanlega: ég og Rakel Magnúsdóttir. Það er ekki hægt að kalla þetta réttindi því að það má í sjálfu sér hver sem er kenna þetta. Námið fólst í að fara yfir kennsluefnið og kryfja það, kenna a.m.k. tveimur hópum allt námskeiðið og fá síðan nokkra einkatíma hjá Ryan, þar sem hann spyr út í hvernig við myndum bregðast við hinu og þessu sem gæti komið upp og lætur okkur óundirbúið stýra ákveðnum námsþáttum.“

Gaman að kynnast mér

Spurð um það skemmtilegasta sem hún hefur unnið tengt öllu sem þú hefur lært segir Steinunn að henni finnst nánast sem hún hef lært varðandi jákvæða sálfræði óumræðilega skemmtilegt, áhugavert og hagnýtt. „Það sem hefur komið mest á óvart var hve mikið ég átti eftir að læra um sjálfa mig. Ég hélt ég þekkti mig út og inn en hef verið að og er enn að uppgötva nýjar ánægjulegar hliðar á sjálfri mér. Það er mjög skemmtilegt! -Gaman að kynnast mér!“

Það sem er kennt á námskeiðinu Styrkleikar og núvitund í dagsins önn er byggt á ævafornri þekkingu og visku, bæði núvitundar-hugleiðslurnar og hugmyndir um hvaða mannkosti og dygðir stuðla að góðu lífi, eiga rætur eins langt aftur og við eigum heimildir um, trúlega lengra. „Nútíminn einkennist af síauknum hraða og bara síðan snjallsímar urðu svona útbreiddir hefur orðið mikil breyting á okkar eigin innviðum. Athyglisspanið hefur styst og sífelldur samanburður lætur okkur efast um eigið ágæti, hreinlega minnkar sátt okkur með eigið líf,“ segir Steinunn.

Á MBSP námskeiðinu þjálfuðu þátttakendur sig í að stýra athyglinni sjálf og læra fjölbreyttar leiðir til að rétta af kúrsinn í lífi sínu. Ekki til að sjá heiminn á óraunsæjan hátt með rósrauðum jákvæðni gleraugum, heldur hitt að toga sig úr óréttmætri svartsýni og neikvæðni. „Ná jafnvægi og sitja betur í okkur sjálfum. Við gefum okkur tíma til að íhuga líf okkar og hvernig við viljum verja því. Það að tileinka sér núvitund og læra að nota styrkleikana auk þess að gera okkur hressari og kátari, verndar gegn streitu, þunglyndi og kvíða og hjálpar fólki að takast á við erfiðleika og veikindi á árangursríkari hátt. Þetta sýna rannsóknir, en námskeiðið er auðvitað byggt á vísindum og rannsóknum.“ Það er það sem það hafi fram yfir venjuleg sjálfshjálparnámskeið sé að það sé búið að sannreyna að þetta virki.

„Mikilvægast finnst mér að við þjálfum okkur í að vera viðstödd eigið líf, hraðspóla ekki yfir það á sjálfstýringunni. Athyglin sko!“

Verð