null
Fréttir

Hinsegin dagar!

Hinsegin dagar hófust í þessari viku og sjaldan hefur verið meiri þörf á að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks sem stendur nú í auknum mæli ógn af sínu eigin samfélagi á Íslandi. Barátta hinsegin fólks fyrir tilverurétti sínum hefur tekið mikið bakslag undanfarið, sérstaklega hjá yngri kynslóðunum. Fréttamiðlar hafa vakið athygli á grófu einelti og ofbeldi sem hinsegin börn og unglingar lenda í innan veggja skóla og á samfélagsmiðlum sem er í andstöðu við vitundarvakningu síðari ára. Það er því nauðsynlegt að stuðla að hinsegin fræðslu fyrir kennara, foreldra og starfsfólk skóla svo að réttu aðilarnir geti gripið inn í vaxandi fordóma yngra fólks gagnvart þeim sem eru hvað jaðarsettastir.

Í samstarfi við Samtökin ´78 hefur Endurmenntun sett tvö námskeið á dagskrá í haust þar sem farið er yfir hinseginleika frá ýmsum hliðum. Annars vegar er það Allur regnboginn í leik- og grunnskóla sem er ætlað kennurum og starfsfólki á leikskólum og upp í 10 ára bekk. Námskeiðið er mikilvægur hlekkur í að styðja við hinsegin börn frá unga aldri og koma í veg fyrir fordóma jafnaldra þeirra. Hins vegar er það svo Allur regnboginn - hinsegin fræðsla fyrir almenning sem er fyrir alla sem hafa áhuga á mannréttindum og fjölbreytileika en við þurfum öll að taka þátt í að hvetja til viðurkenningar og samþykktar á tilveru hinsegin einstaklinga. Að lokum mælum við með að mæta á gleðigönguna á laugardaginn og halda upp á okkar fallega, fjölbreytilega samfélag.

Verð