Valmynd
Mán. 21. nóv. kl. 19:30 – 22:00
Sólveig Rós Másdóttir, M.A. í stjórnmálafræði og diplóma í jafnréttisfræði
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Í samstarfi við Samtökin ´78
Hvað er pankynhneigð? Hvað er þetta hán? Hvað eru ódæmigerð kyneinkenni? Er hommi slæmt orð? Ef hinsegin heimurinn og öll þau hugtök sem honum tengjast vekja forvitni þína þá er þetta námskeið fyrir þig!
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum, svo sem kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið verður stuttlega yfir lagalega stöðu hinsegin fólks á Íslandi, kynrænt sjálfræði ásamt helstu áskorunum og tækifærum í dag. Sérstök áhersla verður á tungumálið og hvernig er hægt að tala um hinsegin fólk á virðingarríkan og inngildandi hátt. Námskeiðið verður sambland af fræðslu, myndefni, æfingum og umræðum.
Hinseginleikann
Kynhneigð
Kynvitund
Mannréttindi
Aukin þekking á hinsegin heiminum.
Aukin meðvitund um fjölbreytileika samfélagsins.
Aukin geta til að styðja við hinsegin einstaklinga.
Námskeiðið er hugsað fyrir fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Engrar þekkingar á málum hinsegin fólks er krafist. Tilvalið fyrir aðstandendur hinsegin fólks eða áhugafólks um almenn mannréttindi og fjölbreytileika.
Sólveig Rós er með M.A. í stjórnmálafræði og diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði. Hún er fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna ´78.
Boðið verður upp á að spurningar verði sendar til kennara áður en kennslutími hefst sem verður svo svarað á námskeiðinu. Senda skal spurningar á netfangið endurmenntun@hi.is.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Hvað er pankynhneigð? Hvað er þetta hán? Hvað eru ódæmigerð kyneinkenni? Er hommi slæmt orð? Ef hinsegin heimurinn og öll þau hugtök sem honum tengjast vekja forvitni þína þá er þetta námskeið fyrir þig!</span>