null
Fréttir

Fróðlegir fyrirlestrar í hverri viku

Endurmenntun Háskóla Íslands heldur áfram upp á 40 ára afmælið með ýmsum hætti. Að þessu sinni flytja fimm fræðimenn úr Háskóla Íslands, ásamt einum gestakennara, okkur fjölbreytta og fróðlega fyrirlestra. Í hverri viku fram að 1. desember munum við birta einn fyrirlestur.

Fyrsti fyrirlesturinn sem við birtum var „Sjóveiki, ekki bara uppköst!“ með Hannesi Petersen, lækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Í dag birtum við Eldgos á Íslandi - Vitnisburður sögunnar um stærð, gerðir og endurkomutíma með Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Næsti fyrirlestur verður svo „Harðlega og hjálpvænlega - Um áföll og afdrif sálarinnar á Sturlungaöld“ með Torfa H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Hann verður birtur 8. nóvember og svo koll af kolli til 1. desember.

Fylgstu með okkur í vetur og komdu huganum á hreyfingu!

Verð