null
Fréttir

„Ég held bara að þetta sé besti hópurinn hingað til“

Námskeiðið Fjármál og rekstur sló í gegn á haustmisseri og verður því endurtekið núna á vormisseri. Um er að ræða þriggja mánaða yfirgripsmikið námskeið, í þremur hlutum; skipulag og stjórnun, bókhald og ársreikningar og fjármálastjórnun. Kennararnir eru mjög reyndir og hafa tveir þeirra kennt hjá Endurmenntun HÍ um langt skeið. Það eru Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og f.v. lektor við Viðskiptafræðideild HÍ (19 ár) og Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með B.Sc. og M.Sc. í hljóðverkfræði (15 ár). Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi, bættist í hópinn núna og hefur mikill fengur fyrir Endurmenntun HÍ frá ársbyrjun 2023.

Eins og fram kemur í námskeiðslýsingu er námskeiðinu er ætlað að veita góða innsýn inn í þessa fyrrnefnda lykilþætti rekstar og er hugsað fyrir aðila sem hafa ekki endilega menntun á sviði viðskipta en eru að taka skref eða ábyrgð í þá átt. Námskeiðið nýtist einnig vel fyrir þau sem vilja kynna sér þennan vettvang og öðlast meiri skilning á fjármálum og rekstri.

Þátttakendur áhugasamir og koma víða að

Við ræddum við kennarana og spurðum þá hvað þeim finnst hafa komið þeim skemmtilega á óvart á námskeiðinu sl. haust.

Bjarni Frímann Karlsson

Bjarni Frímann segir það vera hvað þátttakendur eru duglegir að miðla kennurunum reynslu sinni úr mjög ólíkum starfsgreinum. „Og hvað þeir eru tilbúnir að tengja það sem við höfum fram að færa við þessa reynslu þeirra. Kynningin á lokaverkefni hvers og eins er alltaf spennandi fyrir okkur.“

Einar Birkir Einarsson

Einar Birkir segir að honum finnist gaman að kenna fólki með ólíkan bakgrunn og það sem komi skemmtilegast á óvart séu þær umræður sem skapist um stjórnun og stýringu verkefna í svo fjölbreyttum hópi. „Eins hve ánægjulegt er að fá endurgjöf um hve hagnýtt námið er og að fólk sé að nota margar af þeim aðferðum sem við kennum í sínu starfi. Það er mjög gaman að sjá þegar nemendur fá uppljómun í tímum þegar þau sjá tenginguna á milli námsefnisins og eignin verkefna eða starfs. Á hverri önn spyr konan mín mig hvernig gangi og hvernig hópurinn sé. Svarið er alltaf: Ég held bara að þetta sé besti hópurinn hingað til.“

Þeir voru einnig spurðir að því hverju þátttakendur megi eiga von á og hvernig þeir geti nýtt námskeiðið sem best í lífi og starfi.

Bjarni Frímann: „Ég get fullyrt að þátttakendum munu opnast ýmsir gluggar sem gefa þeim víðari sýn og þeir fá í hendur margvísleg gagnleg verkfæri sem þeir geta síðar beitt í störfum sínum. Nemendur átta sig fljótt á að þeir geta verið í þessu námi algjörlega á eign forsendum, óháð því hvort þeir hafa háskólagráðu eða ekki, eru æðstu stjórnendur eða gegna öðrum hlutverkum. Námið snýst í raun um starfið þeirra eða það nýja hlutverk sem þau eru mögulega að taka við. Námið er einhverskonar blanda af fræðum sem sett eru í samhengi við dagleg störf nemenda, handleiðslu og að búa til vopnabúr til að takast á við áskoranir í starfi. Í þeim hluta námsins sem ég kenni fá nemendur innsýn í skipulag fyrirtækja og stofnana og hvaða skipulag hentar miðað við viðfangsefnin og síbreytilegar ytri aðstæður. Við förum yfir stjórnendahlutverkið með áherslu á leiðtogahæfni og mannauð. Í þeim hluta sem snýr að verkefnastjórnun þá eru kenndar aðferðir sem hafa nýst best til að halda utan um verkefni, veita góða yfirsýn og að tryggja þeim ljúki. Lögð er áhersla á mikilvægi samvinnu, gagnsæi og álagsdreifingu í verkefnum.“

Jón Arnar Baldurs

Jón Arnar: „Þeir mega eiga von á því að námsefnið verði kennt á praktísan hátt sem á að nýtast vel í starfi.“

Einar Birkir: „Nemendur átta sig fljótt á að þeir geta verið í þessu námi algjörlega á eign forsendum, óháð því hvort þeir hafa háskólagráðu eða ekki, eru æðstu stjórnendur eða gegna öðrum hlutverkum. Námið snýst í raun um starfið þeirra eða það nýja hlutverk sem þau eru mögulega að taka við. Námið er einhverskonar blanda af fræðum sem sett eru í samhengi við dagleg störf nemenda, handleiðslu og að búa til vopnabúr til að takast á við áskoranir í starfi. Í þeim hluta námsins sem ég kenni fá nemendur innsýn í skipulag fyrirtækja og stofnana og hvaða skipulag hentar m.v. viðfangsefnin og síbreytilegar ytri aðstæður. Við förum yfir stjórnendahlutverkið með áherslu á leiðtogahæfni og mannauð. Í þeim hluta sem snýr að verkefnastjórnun þá eru kenndar aðferðir sem hafa nýst best til að halda utan um verkefni, veita góða yfirsýn og að tryggja þeim ljúki. Lögð er áhersla á mikilvægi samvinnu, gagnsæi og álagsdreifingu í verkefnum.“

Að endingu deilum við umsögnum tveggja ánægðra þátttakenda:

„Ég starfa sem tannlæknir og er með rekstur og starfsmannahald því tengdu. Þetta námskeið gaf mér nákvæmlega það sem ég gerði mér væntingar og vonir um. Ég fékk nýja sýn á svo margt sem tengdist rekstri, verkefnastjórnun og áætlanagerð sem mun nýtast mér um ókomin ár. Kennararnir voru allir einstaklega góðir og áheyrilegir. Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram að ég gæti haldið mér vakandi á fyrirlestrum í lok vinnuviku um efni tengt fjármálum og rekstri, en mér leiddist aldrei eina mínútu. Það segir allt um gæði kennslunnar og hversu skemmtileg efnistök fyrirlesaranna voru og umræður sem sköpuðust í kjölfarið. Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að rekstri í einhverju formi.“

Kristín Gígja Einarsdóttir, tannlæknir

„Helsti styrkleiki námsins eru kennararnir, sem hafa mikla reynslu af atvinnulífinu. Þeim fórst ákaflega vel að miðla þeirri reynslu í bland við fræðilega umfjöllun. Einnig gagnaðist vel að þátttakendur voru flestir að fóta sig í rekstri, stórum og smáum, og það nýttist mönnum vel að bera saman bækur sínar. Þó að sá rekstur sem ég stýri sé um margt ósvipaður rekstri atvinnufyrirtækja, þá lærði ég margt í náminu sem ég nýti nú þegar í mínu starfi.“

Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík

 Námskeiðið hefst 9. febrúar og snemmskráningu lýkur til og með 30. janúar. Sjá allar nánari upplýsingar hér.

Verð