

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 6. okt. kl. 8:30 - 12:00
Sverrir Heiðar Davíðsson
Pétur Már Sigurðsson
Kristján Gíslason
Endurmenntun Háskóla Íslands
Færðu gervigreindarfærni þína á hærra stig! Þetta framhaldsnámskeið kafar dýpra í hagnýtar lausnir og sýnir þér hvernig þú getur nýtt nýjustu tækni til að ná enn meiri árangri og leysa krefjandi verkefni með gervigreind.
Á þessu framhaldsnámskeiði verður farið dýpra í innri virkni gervigreindar með hagnýtingu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á hagnýta færni, gagnrýna hugsun og verklegar æfingar. Þátttakendur öðlast dýpri skilning á möguleikum og takmörkunum gervigreindar í gegnum raunhæf dæmi og verkefni.
Áhersla verður fyrst og fremst á ChatGPT en fyrirlestrar munu einnig snerta á öðrum lausnum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með ChatGPT áskrift og reynslu af því að nota þjónustuna.
Þetta framhaldsnámskeið er hannað fyrir einstaklinga sem hafa þegar öðlast grunnþekkingu í notkun gervigreindartóla á borð við ChatGPT og vilja nú taka næsta skref og dýpka skilning sinn og færni. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja læra að nýta gervigreind til að leysa flóknari verkefni, skilja betur tæknina á bakvið lausnirnar og kanna nýja möguleika eins og erindreka og RAG-lausnir.
Námskeiðið hentar síður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í gervigreind eða þeim sem leita að mjög sértækri tæknilegri og djúpri þekkingu í forritun eða þróun gervigreindarlíkana. Áherslan er á hagnýta notkun og aðlögun að raunverulegum verkefnum.
Þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun ChatGPT er bent á grunnnámskeiðið Hagnýtar gervigreindarlausnir sem haldið er reglulega.
Gerð er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnhæfni í notkun ChatGPT. Reiknað er með því að þátttakendur séu sjálfbjarga þegar kemur að almennum tölvuvandamálum. Mikilvægt er að þátttakendur séu búnir að ganga frá skráningu og kaupum á áskrift að ChatGPT fyrir námskeiðið, þar sem ekki gefst tími á meðan námskeiðinu stendur til að aðstoða við slíkt.
Nauðsynlegt er að vera með fartölvu. ChatGPT er þjónusta sem notuð er í gegnum netið á vefsíðu og krefst ekki öflugrar tölvu til að nota.
Sæmileg tölvukunnátta er nauðsynleg, þátttakendur verða að vera búnir að fara sjálfir á síðuna, búa sér til aðgang og greiða fyrir einn mánuð af ChatGPT áskrift (t.d. Plus eða Team) áður en námskeiðið byrjar (mánaðaráskrift kostar tæplega 3500 ISK).
Vinsamlegast athugið að til eru ýmsar eftirlíkingar eða svipaðar þjónustur sem koma upp þegar leitað er að ChatGPT og þátttakendur ættu að gæta þess að skrá sig í rétta þjónustu. Fyrir leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig í ChatGPT smelltu hér.
Námskeiðið er kennt á íslensku en gagnlegt er að búa yfir grunnkunnáttu í ensku.
Viðtal við kennarana um námskeiðið má finna hér: Gervigreind á að vera aðgengileg og bæta samfélagið.
Sverrir Heiðar Davíðsson er hugbúnaðarverkfræðingur og annar stofnandi fyrirtækisins Javelin AI, sem sérhæfir sig í fræðslu, ráðgjöf og verkefnum sem snúa að gervigreind. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ og hefur verið að vinna með gervigreind síðan 2018.
Pétur Már Sigurðsson starfar sem sérfræðingur innleiðingar gervigreindarlausna hjá Javelin AI. Hann hefur yfir 6 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og hefur hannað og forritað gervigreindarlausnir í 3 ár.
Kristján Gíslason er með BS og MS gráður í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur yfir 3 ár af reynslu af umbótum og stafvæðingu ferla í framleiðslu og þungaiðnaði. Hefur kennt námskeið í gæðastjórnun, straumlínustjórnun og aðferðafræði við lausn verkefna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.