null
Fréttir

Útskrift V&L 2022

Við erum innilega stolt af nemendunum okkar í Verkefnastjórnun og Leiðtogaþjálfun sem útskrifuðust 19. maí síðastliðinn. Námið er krefjandi á ýmsa vegu en nemendur fara í mikla sjálfskoðun og vinna sína eigin persónulegu stefnumótun í gegnum bæði misserin. Það er því hægt að segja að þegar náminu lýkur eru nemendurnir örlítið þroskaðri og sjá framtíðina í nýju ljósi. Útskriftardagurinn var bjartur og fallegur og hópurinn fullur tilhlökkunar til sumarsins. Halla Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri, hélt ávarp og umsjónarmenn námsins, dr. Helgi Þór Ingason og dr. Haukur Ingi Jónasson, þökkuðu nemendum sínum fyrir vel heppnað ár.

Enn er hægt að sækja um V & L fyrir næsta sumar en umsóknarfrestur er 15. júní. Allar upplýsingar um námið er hægt að nálgast HÉR.

Verð