null
Fréttir

Samningur við Stílvopnið

Á haustmánuðum gerði Endurmenntun spennandi samning við Björgu Árnadóttur hjá Stílvopninu um að tvö námskeið hennar verði á dagskrá hjá Endurmenntun á vormisseri. Stílvopnið er fræðslustofnun sem býður upp á fjölbreytt námskeið í ritlist og öðru skrifuðu máli en einnig sinnir Björg ráðgjafarhlutverki fyrir ýmis fyrirtæki þegar kemur að hugmynda- og textavinnu. Fyrsta námskeiðið hefst 7. febrúar og er ritlistarnámskeið byggt á Hetjuferðinni (The Hero‘s Journey). Hetjuferðin er sagnastíll sem hefur fylgt mannkyni frá því að farið var að segja sögur og á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast töfrum þessa forna frásagnarlíkans og skrifa hetjuferðir sem geta hvort heldur verið skáldskaparlegs eða ævisögulegs eðlis.

Endurmenntun tekur vel á móti Björgu og frábæru námskeiðunum hennar og sér fram á farsælt samstarf í vor.

Verð