Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ritlistarnámskeið byggt á Hetjuferðinni (The Hero's Journey)

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 28. janúar
Almennt verð 71.400 kr. 64.900 kr.
Nýtt

Mán. 7. - 28. feb. kl. 18:00 - 22:00 (4x)

16 klst.

Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Stílvopnið

Hetjuferðin (The Hero´s Journey) hefur fylgt mannkyni frá því að við fórum að segja sögur og átta okkur á umbreytingarmætti sagnalistarinnar. Þátttakendur munu kynnast töfrum þessa forna frásagnarlíkans og skrifa hetjuferðir sem geta hvort heldur verið skáldskaparlegs eða ævisögulegs eðlis.

Í þekktu umhverfi sínu heyrir hetjan kall til breytinga en þarf að yfirstíga hindranir til að geta hlýtt því. Hún stígur inn í heim ævintýrisins þar sem margvísleg þroskaverkefni bíða hennar, hlýtur eldskírn og öðlast gjöf í ferli friðþægingar. Hetjan snýr umbreytt aftur til síns heima með gjöfina sem gagnast henni sjálfri og samfélagi hennar öllu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hetjuferðina sem frásagnaraðferð og sem leið til sjálfskoðunar.
Persónusköpun, söguþráð, framvindu og ásetning.
Þroskaverkefni hetjunnar; kallið til breytinga, hinn þekkti og óþekkti heimur, eldskírnin, friðþægingin, umbreytingin, endurkoman og gjöfin.
Erkitýpurnar sem bíða hetjunnar.
Hetjuferðina í fornum sögnum og fantasíum nútímans.
Áhrif ferðalagsins á hetjuna og höfundinn.

Ávinningur þinn

Aukin ritfærni.
Hæfni við að beita þessu þekkta frásagnarlíkani á söguþráð og persónur.
Þekking til að greina Hetjuferðina í bókmenntun og bíómyndum.
Hæfni að beita hugmyndinni um Hetjuferðina á þroskaferðir eigin lífs.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem leita hagnýtra verkfæra til að halda utan um hugmyndir sínar og þeim sem vilja dýpka skrif sín með því að skoða hetjuferð sína sem höfundar. Námskeiðið er jafnt ætlað byrjendum og lengra komnum í ritlistinni.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur nota þau skriffæri sem þeim hentar. Ekki eru lögð fyrir heimaverkefni en fólki er frjálst að skrifa af hjartans lyst á milli skipta. Leiðbeinandi veitir nánari upplýsingar sé þess óskað.

Nánar um kennara

Björg Árnadóttir er rithöfundur, ritlistarkennari og ráðgjafi og rekur fyrirtækið Stílvopnið. Hún hefur MA-gráðu í menntunarfræðum skapandi greina og fjörutíu ára kennslureynslu. Á árunum 2017-2019 rýndi Björg í Hetjuferðina í Evrópuverkefninu HIT – Heroes of Inclusion and Transformation.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ritlistarnámskeið byggt á Hetjuferðinni (The Hero's Journey)

Verð
71400

<span class="fm-plan">Hetjufer&eth;in (The Hero&acute;s Journey) hefur fylgt mannkyni fr&aacute; &thorn;v&iacute; a&eth; vi&eth; f&oacute;rum a&eth; segja s&ouml;gur og &aacute;tta okkur &aacute; umbreytingarm&aelig;tti sagnalistarinnar. &THORN;&aacute;tttakendur munu kynnast t&ouml;frum &thorn;essa forna fr&aacute;sagnarl&iacute;kans og skrifa hetjufer&eth;ir sem geta hvort heldur veri&eth; sk&aacute;ldskaparlegs e&eth;a &aelig;vis&ouml;gulegs e&eth;lis.</span>