null
Fréttir

Nýr vefur Endurmenntunar kominn í loftið

Nýr vefur Endurmenntunar hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefurinn er hannaður með þau markmið í huga að gera allt okkar framboð aðgengilegra fyrir viðskiptavini ásamt því að vera notendavænni. Hraði og aðgengi var bætt til muna og virkar nýi vefurinn jafnt í snjalltækjum og tölvum.
Vefurinn var unninn í samstarfi við Premis og byggir á Prismic vefumsjónarkefi. Við hönnunina var tekið mið af notkun viðskiptavina á gamla vefnum og þarfagreiningu.
Við vonumst til að nýr vefur veki lukku hjá viðskiptavinum okkar og eru þeir hvattir til að hafa samband ef þeir hafa einhverjar athugasemdir sem geta nýst við þessa vinnu í netfangið endurmenntun@hi.is.

Verð