null
Fréttir

Ný ásýnd á stórafmælisári

Ný ásýnd Endurmenntunar Háskóla Íslands hefur litið dagsins ljós með nýju einkennismerki og litakorti á vefsíðunni okkar og víðar. Tilefnið er meðal annars að í haust fögnum við 40 ára afmæli.

Með nýrri ásýnd kynnum við til sögunnar nýtt einkennismerki sem skartar hinni grísku Pallas Aþenu sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Mörg ykkar tengja hana við Háskóla Íslands, enda er Endurmenntun HÍ hluti af þeirri rótgrónu menntastofnun og opnar þannig gátt inn í þá þekkingu sem þar er að finna. Um leið minnum við á að Endurmenntun Háskóla Íslands er fyrir öll. Háskólagráðu er einungis krafist í sumum námsleiðum.

Kennarar eru okkar lykilfólk og því leggjum við áherslu á að vekja athygli á þeim þegar starfsemin er kynnt. Þeir eru vel á þriðja hundrað manns á hverju ári; fyrsta flokks fagfólk og reynsluboltar með sérþekkingu á sínum mikilvægu sviðum.

Nýir og sterkari litir verða einnig áberandi í öllu okkar markaðsefni sem mun sjást víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum næstu daga og vikur.

Við hvetjum ykkur til að skoða fjölbreytta flóru námskeiða sem sjá má hér.

Verð