null
Fréttir

Málþing um hamingju, svefn og velsæld

Í tilefni af alþjóðadögum um svefn (19. mars) og hamingju (20. mars) verður haldið rafrænt málþing föstudaginn 19. mars kl. 12:00-14:00 undir yfirskriftinni Hamingja, svefn og velsæld.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar málþingið í upphafi.

Dóra Guðrún, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis verður með erindi þar sem hún mun kynna niðurstöður um tengsl á milli svefns og hamingju fullorðinna Íslendinga. Alma D. Möller, landlæknir mun kynna Vitundarvakningu um mikilvægi svefns til að stuðla að bættum svefni Íslendinga.

Þá verða einnig kynntar niðurstöður um svefn og hamingju barna, fjallað um mikilvægi svefns fyrir hamingju og velsæld ásamt því sem kynntir verða nýjir velsældarvísar sem ætlað er að gefa heildarmynd af hagsæld og lífsgæðum landsmanna yfir tíma.

Málþingið verður í beinu streymi á Facebook síðu Endurmenntunar HÍ.

Verð