null
Fréttir

Leiðsögunemar slógu í gegn sem ljósmyndarar

Leiðsögunám er meðal þeirra námsleiða sem Endurmenntun HÍ hefur boðið upp á undanfarin 15 ár, enda sígild og sívinsæl. Á vorin er ávallt farin útskriftarferð hringveginn um Ísland undir öruggri leiðsögn Guðmundar Björnssonar, leiðsögumanns og aðjunkts í ferðamálafræði við HÍ, sem hefur yfirumsjón með náminu.

Markaðsdeild EHÍ, í samráði við verkefnastjóra námsins, efndi til ljósmyndasamkeppni meðal ferðalanganna. Það gekk alveg glimrandi vel og fjölda fallegra mynda var deilt á sameiginlegri Facebook síðu hópsins í ferðinni. Myndirnar áttu ýmist að lýsa náminu, stemningunni eða náttúrufegurðinni.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Hlutskarpastur var Sigfús Þ. Sigmundsson, Díana Mjöll Sveinsdóttir í öðru sæti og Jón Óskar Sólnes í þriðja. Við náðum að afhenda Sigfúsi og Jóni vinninga í húsakynnum Endurmenntunar að Dunhaga 7 og smelltum af þeim myndum. Díana var löngu komin heim til Eskifjarðar svo hún fær sín verðlaun í pósti.

Hér fyrir neðan eru vinningshafarnir í réttri röð og myndirnar þeirra. Í framhaldi af því eru svo fleiri frábærar myndir úr ferðinni.

Við hjá Endurmenntun vekjum athygli á því að frestur til að sækja um í þetta fjölbreytta og skemmtilega nám hefur verið framlengdur til 26. júní.
Allar upplýsingar um námið er að finna hér.

Hér er svo algjör myndaveisla frá þessum frábæra hópi nemenda. Njótið!

Verð