null
Fréttir

Leyndardómar Indlands með dr. Shilpa Khatri Babbar

Á dögunum var haldið sérlega skemmtilegt námskeið á Dunhaganum þar sem dr. Shilpa Khatri Babbar frá Indlandi leiddi þátttakendur í ævintýraferð um indverska matargerð. Shilpa er doktor í félagsvísindum og kennir við Háskóla Íslands en þar hefur hún einnig sett á dagskrá reglulegar hugleiðslustundir með öðrum kennurum og starfsfólki skólans og nýtir þar bakgrunn sinn í indverskum núvitundarfræðum. Shilpa kom einnig til Endurmenntunar í desember og leiddi hugleiðslu meðal starfsfólks hér og eftir að hafa kynnst henni betur var ekki annað í boði en að fá hana til að kenna nokkur skemmtileg námskeið hjá okkur. Indverska matargerðin var fyrsta námskeiðið en næst á dagskrá er Hraðnámskeið í grunnatriðum hindí og þar á eftir Indversk heimspeki - leið til jafnvægis og sjálfseflingar. Þessi námskeið gefa þátttakendum einstakt tækifæri til að leysa úr læðingi innri styrkleika og læra um aldagömul fræði sem eru grunnur að nútíma hugleiðslu og jóga. Við þökkum dr. Shilpa fyrir frábært og bragðgott námskeið og hlökkum til að efla samstarfið við hana á næstunni.

Verð