

Valmynd
Námsbrautir Endurmenntunar hafa í gegnum tíðina gefið ýmislegt skemmtilegt af sér og það er gaman að fylgja nemendum okkar eftir í þeim verkefnum sem taka við eftir að náminu líkur. Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir útskrifuðust úr diplómanámi í jákvæðri sálfræði árið 2020 en sameiginlegt lokaverkefni þeirra var dagbókin Gleðiskruddan sem er ætluð börnum á aldrinum 6-15 ára. Báðar hafa þær Yrja og Marit bakgrunn í uppeldis- og menntunarfræði og er velferð og vellíðan yngri kynslóðanna þeim hjartans mál. Gleðiskruddan byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og gefur börnum og unglingum tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína og takast á við áskoranir hversdagsleikans. Á vefsíðu Gleðiskruddunar segir:
Þann 24. janúar síðastliðinn voru Yrja og Marit í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu en þær gengu nýlega til liðs við Þjóðkirkjuna þar sem jákvæð sálfræði er orðin viðfangsefni í fermingarfræðslu kirkjunnar og verður Gleðiskruddan notuð í fræðslunni til að kynna núvitund og sjálfsvinsemd fyrir ungmennunum sem eru að stíga sín fyrstu skref til sjálfræðis. Við óskum Yrju og Marit innilega til hamingju með þetta fallega verkefni og fylgjumst áfram spennt með ferðalagi Gleðiskruddunnar.