null
Fréttir

Frábæru Íslendingasagnanámskeiði lokið

Sérlega áhugavert hvernig Ásdís fór í gegnum verkið út frá bókmenntalegum stíl og tengdi það við samtíma bókmenntir þessa tíma.

Nýlega lauk námskeiði Ásdísi Egilsdóttur, prófessor emiritus við Háskóla Íslands, um Fóstbræðra sögu og hægt er að segja með sanni að enginn hafi verið svikinn á þessu frábæra námskeiði. Ásdís er nýlega byrjuð að kenna hjá Endurmenntun en á hverju misseri eru mismunandi Íslendingasögur gerðar að umfjöllunarefni og skipta með sér kennslunni eftir misserum þau Ásdís, Torfi Tulinius og Ármann Jakobsson. Vanalega er þéttsetið á Íslendingasagnanámskeiðin enda mikill áhugi til staðar á viðfangsefnunum hverju sinni og margir þátttakendur hafa komið reglulega á þessi námskeið í fleiri ár. Við söfnuðum saman nokkrum góðum umsögnum um nýliðið námskeið og það er ánægjulegt að sjá að það hefur staðið undir væntingum okkar tryggu viðskiptavina:

Efnistök kennara og allt skipulag var frábært. Fjallað var um efni sögunnar með áhugaverðum

tengingum við annað efni. Þeim sem lesið hafði söguna opnuðust þannig nýjar víddir. Með bestu

námskeiðum sem ég hef sótt í Endurmenntun.

Ásdís gjörþekkir miðaldabókmenntir og fjallaði um Fóstbræðra sögu á afar áhugaverðan hátt,

með skírskotunum og tilvísunum langt út fyrir sjálfa söguna, sem var mjög fróðlegt og skemmtilegt.

"Sérlega áhugavert hvernig tekið var á efninu. Með bestu námskeiðum sem ég hef sótt.

Námskeiðið stóðst allar væntingar mínar. Það var áhugavert að kennarinn skyldi ekki binda sig

við texta sögunnar heldur leggja út frá efninu með fjölbreyttum hætti.

Þetta var mjög fræðandi og skemmtilegt námskeið þar sem farið var vel yfir einkenni sögunnar og

gerður samanburður við aðrar Íslendingasögur og Gerplu.

Kennari fór á einstaklega skemmtilegan og áhugaverðan hátt út fyrir efnið. Þessar fróðlegu

hugmyndir fengu mann til að hugsa út fyrir efnið og langa að kafa dýpra eftir meiri fróðleik.

Við þökkum Ásdísi kærlega fyrir að heilla þátttakendur upp úr skónum og hlökkum til að gefa Ármanni Jakobssyni orðið en hann kemur til með að taka fyrir hina rómuðu Flateyjarbók, sögu Ólafs Tryggvasonar. Námskeiðið verður kennt á þriðjudagskvöldum og miðvikudagsmorgnum frá 25. janúar á næsta ári og einnig verður hægt að skrá sig á fjarnámskeið þar sem þátttakendur fá sendar upptökur á hverjum föstudegi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hans Ármanns HÉR.   

Verð