null
Fréttir

Erlendir sérfræðingar á vormisseri

Á vormisseri er von á frábærum kennurum í heimsókn til Endurmenntunar víðs vegar að úr heiminum en á næstu mánuðum verða haldin þrjú spennandi námskeið með erlendum sérfræðingum. Fyrsta námskeiðið, Hack yourself first, verður haldið 10. og 11. mars en þar mun Scott Helme sýna hvernig hægt er að byggja upp öruggar varnir gegn netglæpum sem eru sífellt vaxandi vandamál. Helme er alþjóðlegur öryggisráðgjafi og stofnandi vefsíðanna securityheaders.com og report-uri.com.

Í apríl kemur dr. Elizabeth Laugeson, stofnandi UCLA PEERS® Clinic en hún hefur sérhæft sig í félagsþroska barna og unglinga. Laugeson mun halda þriggja daga vinnustofu fyrir kennara og annað starfsfólk skóla þar sem þeir fá þjálfun í PEERS® tækninni sem snýst um að efla félagsþroska yngra fólksins.

Að lokum ætlar Tim de Vos frá Veldhoen + Company að halda námskeið 28. apríl um kosti verkefnamiðaðra vinnurýma sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Innleiðing slíkra rýma getur leitt til aukinnar afkastagetu og ánægju starfsfólks og hefur de Vos verið einn helsti talsmaður þeirra í fjölda ára.

Endurmenntun hlakkar til að taka á móti þessu einvala liði kennara en hægt er að fá nánari upplýsingar um öll námskeiðin HÉR.

Verð