null
Fréttir

Vel heppnaður viðburður á vegum Lífsvirðingar

Endurmenntun hélt föstudaginn 14. október málþing um dánaraðstoð í samvinnu við Lífsvirðingu þar sem ýmsum spurningum var velt upp varðandi hvað felist í dánaraðstoð og siðferðislegri stöðu hennar í samfélaginu. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, stýrði málþinginu en fyrirlesarar frá fjórum löndum tóku til máls:

- Rolf Ahlzén, læknir og siðfræðingur
- Ólafur Páll Jónsson prófessor í heimspeki
- Guðlaug Ingunn Einarsdóttir, klínískur sérfræðingur í krabbameinshjúkrun og líknandi meðferð
- Svanur Sigurbjörnsson, læknir, BA í heimspeki og MA í siðfræði
- Mark Jarman-Howe, framkvæmdastjóri St. Helena Hospice í Colchester í Englandi
- Juha Hänninen, læknir og sérfræðingur í líknarmeðferð

Fjallað var um málþingið á Vísi þar sem Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, sagði nauðsynlegt að Alþingi tæki upp málefni dánaraðstoðar en eina leiðin fyrir íslendinga til að nálgast dánaraðstoð eins og staðan er í dag er að fara til Sviss þar sem hún er lögleg. Ljóst er að viðfangsefnið er viðkvæmt og á því eru margar hliðar en fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur fyrir hverju félagið Lífsvirðing beitir sér bendum við á viðtöl sem Ingrid Kuhlman fór í í aðdraganda málþingsins, annars vegar á Vísi og hins vegar á Rúv.

Verð