Staðnámskeið

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur

Verð 72.500 kr.
Aðeins 1 sæti laust
Í gangi

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Þri. 16., fim. 18. og þri. 23. apríl kl. 9:00 - 12:00

9 klst.

Kristín Baldursdóttir, Cand Oecon, MA og MPM (Master of Project Management)

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Skoðað verður hlutverk stjórnenda og leiðtoga, hvernig þeir geta eflt sig í starfi og mætt þörfum starfsmanna svo störf þeirra verði árangursrík. Hugað verður að stefnumótun og markmiðssetningu og hvað einkennir stefnumiðaða stjórnun.

Á námskeiðinu er fjallað um

Skipulagsheildir
Stjórnendahlutverkið
Leiðtogahlutverkið
Mikilvægi fyrirmynda
Eiginleika sterkra leiðtoga
Tilfinningagreind
Virka hlustun
Mikilvægi sjálfsræktar
Lykilþarfir fylgjenda
Uppbyggingu trausts
Stefnumiðaða stjórnun
Stefnumótunarferlið
Gildi, hlutverk og framtíðarsýn
Innri og ytri greiningu skipulagsheilda
Markmiðssetningu
Árangursmælikvarða

Ávinningur þinn

Aukin skilningur á eðli stjórnunar.
Aukin skilningur á stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu.
Meðvitund um hvernig áunnin þekking og reynsla getur nýst í stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu.
Aukin skilningur á hvað einkennir sterka leiðtoga.
Aukin þekking og meðvitund um mikilvægi tilfinningagreindar.
Aukinn skilningur og færni í virkri hlustun.
Aukinn skilningur á mikilvægi sjálfsræktar fyrir stjórnendur og leiðtoga.
Aukin skilningur á hvernig mæta má þörfum starfsmanna og efla þá í starfi.
Aukin skilningur á hvernig byggja má upp traust í samskiptum.
Meðvitund um mikilvægi stefnumiðaðrar stjórnunar.
Aukin skilningur á stefnumótunarferlinu og einstökum þáttum þess.
Kunnátta til að setja mælanleg markmið.
Færni til að taka þátt í stefnumótun skipulagsheilda.
Fyrirlestrar, reynslusögur, umræður og hópverkefni.

Fyrir hverja

Nýja stjórnendur og leiðtoga og aðra sem hafa áhuga á að takast á við þessi hlutverk.

Nánar um kennara

Kristín Baldursdóttir hefur lokið meistaranámi í þýsku (MA), meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) og Cand Oecon prófi í hagfræði. Þá hefur Kristín starfsréttindi sem innri endurskoðandi, löggiltur verðbréfamiðlari, kennari og leiðsögumaður. Kristín starfaði í bankakerfinu vel á fjórða áratug, þar af sem stjórnandi í 25 ár. Kristín hefur sinnt kennslu samhliða námi og öðrum störfum frá 1975 og starfað sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn á Íslandi frá 1980. Kristín starfar í dag sem sjálfstæður ráðgjafi, kennari og leiðsögumaður.

Aðrar upplýsingar

Aðferðir
Fyrirlestrar um efnisþætti námsins. Þátttakendur tileinka sér námsefnið með samræðum og verkefnavinnu auk þess sem þeir skoða og deila reynslu sinni með hliðsjón af efnisþáttum námsins.

Þátttakendur fá afrit af slæðum sem notaðar eru í kennslunni, fræðigreinar sem tengjast námsefninu og heimildalista.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur

Verð
72500

<span class="fm-plan">Sko&eth;a&eth; ver&eth;ur hlutverk stj&oacute;rnenda og lei&eth;toga, hvernig &thorn;eir geta eflt sig &iacute; starfi og m&aelig;tt &thorn;&ouml;rfum starfsmanna svo st&ouml;rf &thorn;eirra ver&eth;i &aacute;rangursr&iacute;k. Huga&eth; ver&eth;ur a&eth; stefnum&oacute;tun og markmi&eth;ssetningu og hva&eth; einkennir stefnumi&eth;a&eth;a stj&oacute;rnun.</span>