Facebook Pixel
Staðnámskeið

Hitler og uppgangur nasismans: Hvað getum við lært?

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Þri. 3. - 24. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x)

8 klst.

Illugi Jökulsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 42.900 kr.
Snemmskráning til og með 22. febrúar. Almennt verð er 47.200 kr.
Námskeið

Getum við dregið einhvern lærdóm af því sem gerðist á 3. og 4. áratug síðustu aldar, nú þegar margir telja að fasismi sé aftur á uppleið?

Árið 1922 náði fasistinn Mussolini völdum á Ítalíu og gerðist einræðisherra. 11 árum síðar náðu Hitler og nasistar einræðisvöldum í Þýskalandi. Þetta gerðist þrátt fyrir að Mussolini og Hitler færu ekkert í felur með andlýðræðislega öfgastefnu sína. Hverjar voru orsakir þessa? Hvernig gátu grónar menningarþjóðir kallað yfir sig öfgamenn sem blákalt hófust svo handa við að útrýma andstæðingum sínum?

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Ítalska og þó aðallega þýska sögu á millistríðsárunum.
  • Uppgang fasisma og nasisma og bakgrunn þeirrar sóknar öfgastefnu og kúgunar- sem leiddi til alræðisvalda Hitlers.
  • Baráttuaðferðir fasista og nasista og hvað kom í veg fyrir að andstæðingar þeirra næðu að sporna við fæti.
  • Hvernig og hvenær hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær hörmungar sem í vændum voru.

Ávinningur þinn

  • Þú fræðist um skelfilega atburði sem áttu eftir að leiða til mestu hörmunga 20. aldar og jafnvel mannkynssögunnar í heild.
  • Þú kynnist því hvernig öfgamenn á Ítalíu og Þýskalandi blekktu fjölda fólks með því að heita því að gera lönd þeirra mikilfengleg á ný.
  • Þú öðlast dýpri skilning á þeim hörmulegu mistökum samtímamanna Mussolinis og einkum Hitlers sem ollu því að þeir náðu völdum.
  • Þú lærir að bera kennsl á ýmis atriði í samtímanum sem gætu verið hættumerki í sambandi við nýjan uppgang nasismans.

Fyrir hverja

Námskeið Illuga Jökulssonar um söguna eru sniðin fyrir almenning. Enga sérstaka fyrirfram þekkingu á viðfangsefninu þarf til að njóta þeirra. Oft skapast á námskeiðunum líflegar umræður.

Nánar um kennara

Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, hefur í 15 ár flutt námskeið um söguleg og menningarleg efni hjá Endurmenntun HÍ, um allt frá Jesú Kristi til Churchills, frá Gamla testamentinu til kalda stríðsins. Honum er gefið að lýsa flóknum sögulegum viðburðum á greinargóðan og skemmtilegan hátt.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hitler og uppgangur nasismans: Hvað getum við lært?

Verð
42900