

Valmynd
Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Þri. 3. - 24. mars kl. 20:00 - 22:00 (4x)
8 klst. 
Illugi Jökulsson

Endurmenntun Háskóla Íslands
Getum við dregið einhvern lærdóm af því sem gerðist á 3. og 4. áratug síðustu aldar, nú þegar margir telja að fasismi sé aftur á uppleið?
Árið 1922 náði fasistinn Mussolini völdum á Ítalíu og gerðist einræðisherra. 11 árum síðar náðu Hitler og nasistar einræðisvöldum í Þýskalandi. Þetta gerðist þrátt fyrir að Mussolini og Hitler færu ekkert í felur með andlýðræðislega öfgastefnu sína. Hverjar voru orsakir þessa? Hvernig gátu grónar menningarþjóðir kallað yfir sig öfgamenn sem blákalt hófust svo handa við að útrýma andstæðingum sínum?
Námskeið Illuga Jökulssonar um söguna eru sniðin fyrir almenning. Enga sérstaka fyrirfram þekkingu á viðfangsefninu þarf til að njóta þeirra. Oft skapast á námskeiðunum líflegar umræður.
Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, hefur í 15 ár flutt námskeið um söguleg og menningarleg efni hjá Endurmenntun HÍ, um allt frá Jesú Kristi til Churchills, frá Gamla testamentinu til kalda stríðsins. Honum er gefið að lýsa flóknum sögulegum viðburðum á greinargóðan og skemmtilegan hátt.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.