Facebook Pixel
Staðnámskeið

Hagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Mán. 23. feb. - 30. mars kl. 17:30 - 19:30 (6x)

12 klst.

Mikael Nils Lind

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 64.900 kr.
Snemmskráning til og með 15. febrúar. Almennt verð er 71.400 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er kennd sænska sem nýtist heilbrigðisstarfsfólki sem er að fara í nám eða vinnu til Svíþjóðar. Námið miðar að því að styrkja orðaforða, málnotkun og samskiptahæfni á sænsku með áherslu á málfar innan heilbrigðisgeirans.

Kennslan byggir á bókinni Medicin BAS med språkstöttning sem er sérstaklega skrifuð fyrir þá sem læra sænsku í tengslum við vinnu í heilbrigðiskerfinu. Að auki verða ritunaræfingar um lyf og sjúkdóma gerðar bæði á staðnum og heima.

Sérstök áhersla er lögð á að æfa talað mál og samskiptavenjur með hlutverkaleikjum byggðum á atburðum sem geta komið upp í starfsumhverfi heilbrigðisstofnana.

Öllu lesefni og öðrum gögnum námskeiðsins er miðlað til þátttakenda með rafrænum hætti.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sænsku með áherslu á málfar innan heilbrigðiskerfisins.

  • Orðaforða og hugtök tengd anatómíu, sjúkdómum og lyfjum.

  • Talað mál og samskipti á sænsku í starfi innan heilbrigðisgeirans.

  • Mikilvæg grunnatriði í sænsku máli sem nýtast íslenskum málnotendum.

Ávinningur þinn

  • Aukinn orðaforði og færni í sænsku almennt en einkum sem tengist heilbrigðiskerfinu.

  • Betri hæfni til að eiga samskipti við samstarfsfólk og sjúklinga á sænsku.

  • Meira öryggi í daglegu starfi á heilbrigðissviði í Svíþjóð.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem hyggur á framhaldsnám eða störf í Svíþjóð.

Nánar um kennara

Mikael Nils Lind, með MA í sænsku frá Háskólanum í Gautaborg og hefur unnið sem sænskukennari á háskólastigi til fjölda ára. Hann hefur einnig reynslu af þýðingum á milli íslensku og sænsku og notar bæði tungumálin daglega.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Verð
64900