Facebook Pixel
Staðnámskeið

Innra eftirlit sem árangursríkt stjórntæki

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Þri. 3. og fim. 5. feb. kl. 8:30 - 12:30 (2x)

8 klst.

Kristín Baldursdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 69.600 kr.
Snemmskráning til og með 25. janúar. Almennt verð er 76.600 kr.
Námskeið

Markmið námskeiðsins er að skapa aukinn skilning hjá þátttakendum á innra eftirliti og hvernig það getur stutt við framgang stefnumiða.

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu grunnþætti innra eftirlits og hvaða hlutverki það gegnir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Hugað verður að uppbyggingu og rekstri innri eftirlitskerfa og skoðuð ábyrgð stjórnarmanna og annarra lykilstjórnenda á sviði innra eftirlits.

Um er að ræða hagnýta kennslu þar sem umfjöllun um viðurkennd viðmið varðandi innra eftirlit er studd reynslusögum úr atvinnulífinu. Þátttakendur munu taka virkan þátt í námskeiðinu með umræðum og úrlausn verkefna.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hlutverk og tilgang innra eftirlits. 
  • Innri eftirlitskerfi.
  • Trausta stjórnarhætti.
  • Áhættu og áhættumat.
  • Megin áhættuþætti og heildstæða áhættustjórnun. 
  • Rekstraráhættu.
  • Alþjóðlega staðla um innri endurskoðun.
  • Ábyrgð stjórnarmanna gagnvart innra eftirliti.

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking og skilningur á innra eftirliti sem styður við markvissa notkun eftirlits við innleiðingu stefnumiða.
  • Þekking á ábyrgð stjórnarmanna og lykilstjórnenda á innra eftirliti og hvernig axla má þá ábyrgð.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnarmönnum, lykilstarfsmönnum og öðrum stjórnendum sem vilja efla þekkingu sína og færni á sviði innra eftirlits.

Nánar um kennara

Kristín Baldursdóttir er vottaður innri endurskoðandi. Hún var yfirmaður innri endurskoðunardeildar Landsbankans 2009 - 2023 en deildin starfar í samræmi við  alþjóðlega staðla um innri endurskoðun.

Kristín hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM), meistaranámi í þýsku (MA) og Cand Oecon prófi í hagfræði. Þá hefur Kristín starfsréttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari, kennari og leiðsögumaður. Kristín starfaði í bankakerfinu í 35 ár, þar af sem stjórnandi í 25 ár. Kristín hefur sinnt kennslu samhliða námi og öðrum störfum frá 1975. Kristín starfar í dag sem sjálfstæður ráðgjafi og kennari.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Innra eftirlit sem árangursríkt stjórntæki

Verð
69600