Facebook Pixel
Staðnámskeið

Meiri gæðastjórnun - færri frávik

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Mið. 15. apríl kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Guðrún Ólafsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 31.400 kr.
Snemmskráning til og með 6. apríl. Almennt verð er 34.600 kr.
Námskeið

Gæðastjórnun gefur okkur góð verkfæri til að greina það sem miður fer, laga það og lágmarka líkurnar á því að frávik endurtaki sig. Í stað þess að festast í vandanum og leita að blóraböggli, hugsum við í lausnum og einblínum á úrbætur til framtíðar.

Aðferðafræði gæðastjórnunar er þrautreynd í ýmissi starfsemi og býr í hjarta allra gæðastjórnunarkerfa. Það er nær óhjákvæmilegt að einhvern tíma verði frávik, þ.e. að eitthvað óæskilegt gerist eða óvænt. Með réttu verkfærin erum við tilbúin og vitum hvernig skal bregðast við. Við finnum orsök vandans, vinnum að úrbótum og komum í veg fyrir að frávik endurtaki sig. Þessi aðferðafræði er kennd við CAPA (e. Corrective Action Preventive Action). Hægt er að nýta þessa nálgun án þess að vera með gæðastjórnunarkerfi.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Frávik.
  • Úrbætur.
  • Umbætur.
  • Lausnamiðað hugarfar.
  • Nálgun gæðastjórnunar.
  • Hjálpleg verkfæri, s.s. rótargreining og breytingastjórnun.
  • Utanumhald CAPA (skráningar).

Ávinningur þinn

  • Skilja hvað frávik er.
  • Skilja muninn á úrbótum og umbótum.
  • Geta tekist á við frávik á fullnægjandi hátt.
  • Þekking til að nýta úrbótarnálgun til að lágmarka líkur á fráviki í framtíðinni.

Fyrir hverja

Þetta námskeið nýtist öllum sem þurfa að takast á við frávik og vilja lágmarka líkur á að þau endurtaki sig.

Nánar um kennara

Guðrún Ólafsdóttir er gæðastjóri, með M.Sc. í viðskiptafræði og sveinspróf í húsgagnasmíði. Guðrún býr að mikilli reynslu af gerð, innleiðingu og rekstri gæðastjórnunarkerfa hérlendis sem erlendis, í mjög svo fjölbreyttu starfsumhverfi. Hún tekur virkan þátt í faglegri umræðu um gæðastjórnun á ýmsum vettvangi, bæði til að miðla og læra. Hún hefur sinnt kennslu meðfram aðalstarfi, t.a.m. hjá Endurmenntun HÍ og Háskólanum í Reykjavík.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Meiri gæðastjórnun - færri frávik

Verð
31400