Facebook Pixel
Staðnámskeið

Höfðingdjarfir menn og sætar ástir

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 8. og 15. apríl kl. 19:00 - 21:30 og lau. 18. apríl kl. 10:00 - 12:30 (3x)

7.5 klst.

Steingerður Steinarsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 39.900 kr.
Snemmskráning til og með 29. mars. Almennt verð er 43.900 kr.
Námskeið

Ólíkt Íslendingasögunum eru Íslendingasagnaþættir ævintýralegir og fjalla meira um fólk en hetjur. Þeir eru almennt töluvert vanmetnir því oft eru þetta listilega samdar smásögur og sumir telja þar engu orði ofaukið. Á námskeiðinu verða skoðaðir fjórir Íslendingasagnaþættir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um siðmannlega höfðingja og höfðingdjarfa alþýðumenn. Námskeiðinu lýkur svo með gönguferð á laugardagsmorgni meðfram sjónum við Gróttu, framhjá Bakkatjörn og hringinn framhjá Nesstofu og endað við bílastæðið. Á göngunni verður náttúrunnar notið, fjallað um lífið við sjóinn og þá þýðingu sem Íslendingasögurnar höfðu fyrir fólkið í landinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sörla þátt Brodd-Helgasonar, fallega sögu af kvonbænum Sörla og hvernig endir þeirra varð skáldum innblástur.
  • Auðunar þátt vestfirska, skemmtilega sögu af ungum alþýðumanni sem kaupir ísbjörn til að færa kónginum.
  • Ölkofra þátt, sögu af því hve valt getur verið að treysta höfðingjum og að oft berst liðstyrkur úr óvæntri átt.
  • Þorsteins þátt stangarhöggs, gamansama sögu af syni sem ekki þolir föður sinn.

Ávinningur þinn

  • Þú kynnist skemmtanagildi Íslendingasagna og hvernig þær hafa haft áhrif á annan skáldskap og listiðkun í landinu. 
  • Þú kynnist orðsnilld og orðnotkun í hnitmiðuðum Íslendingasagnaþáttum.
  • Dýpri þekking á hlut Íslendingsagnaþátta í þjóðararfinum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á þjóðararfinum sem felst í Íslendingasögunum og rótum bókmenntaástar Íslendinga. Hvers vegna skipta orðin svo miklu máli og hvað geta snjallar og vel samdar smásögur kennt okkur.

Nánar um kennara

Steingerður Steinarsdóttir hefur ástríðufullan áhuga á bókmenntum og miðlun upplýsinga. Hún er með BA próf í ensku og fjölmiðlafræði og hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri í ríflega þrjátíu ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Höfðingdjarfir menn og sætar ástir

Verð
39900