

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 11., 18. og 25. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x)
6 klst. 
Katrín Jakobsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands
Íslenskar ástarsögur eru sérstök bókmenntagrein sem á rætur að rekja til íslenskra sveitasagna. Á námskeiðinu verður fjallað um íslenskar ástarsögur, allt frá Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen til Rauðu seríunnar. Guðrún frá Lundi og Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk verða í stóru hlutverki, sem og Ingibjörg Sigurðardóttir og nafna hennar Jónsdóttir.
Farið verður yfir texta úr einstökum sögum, fjallað um einkenni sagnanna og stöðu þeirra á Íslandi og alþjóðavettvangi. Ennfremur verður fjallað um áhrifamiklar þýðingar.
Námskeiðið er hentugt fyrir öll sem hafa áhuga á bókmenntum og samfélagi.
Katrín Jakobsdóttir er með meistaragráðu í bókmenntum, kennslureynslu á ólíkum skólastigum og tveggja áratuga reynslu af störfum fyrir íslenskt samfélag.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.