

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fös. 20. feb. kl. 8:30 - 12:30
Haukur Logi Jóhannsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Námskeiðið varpar ljósi á hvernig alþjóðlegir staðlar geta stutt við sjálfbæra þróun í atvinnulífi og samfélagi. Þátttakendur fá innsýn í hvernig stöðlun eykur gæði, öryggi og gagnsæi og hvernig staðlar skapa sameiginlegan ramma fyrir vistvæna hönnun, ábyrg stjórnarhætti og loftslagsaðgerðir. Með raunverulegum dæmum úr íslensku atvinnulífi og hagnýtum verkefnum öðlast þátttakendur verkfæri til að nýta staðla í eigin starfsemi.
Námskeiðið hentar stjórnendum, verkefnastjórum og sérfræðingum í fyrirtækjum og stofnunum sem vilja efla sjálfbærnistefnu sína. Sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem starfa við gæðastjórnun, umhverfismál, samfélagsábyrgð, stefnumótun eða ráðgjöf. Engar sérstakar forkröfur eru gerðar.
Þátttakendur þurfa ekki að undirbúa sig sérstaklega fyrir námskeiðið né hafa með sérstök verkfæri. Gott er að hafa fartölvu til að vinna í hópaverkefni, en ekki skilyrði.
Haukur Logi Jóhannsson er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands með reynslu af stöðlun, stefnumótun og sjálfbærni. Hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi um þróun staðla.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.