Facebook Pixel
Netnámskeið

Endurhannaðu eigin starfsferil

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

1.5 klst.

Herdís Pála Pálsdóttir

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Hvar og hvenær sem er

Peningur 29.900 kr.
Námskeið

Langar þig að endurhugsa starfsferilinn þinn og skapa þér fjölbreyttari tækifæri á framtíðarvinnumarkaði?
Langar þig að gera hlutina betri í núverandi starfi, breyta um starf eða fara að starfa með alveg nýjum hætti?
Á þessu námskeiði færðu innblástur og hagnýt verkfæri til að takast á við umbreytingar af hugrekki og með skýrri sýn.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Breytingar í umhverfi okkar sem hafa áhrif á starfsferil okkar, s.s. aukið langlífi, tækniþróun o.fl.
  • Hvernig starfsferill getur verið í mörgum hlutum og köflum, sem veitir tækifæri til að gera breytingar sem henta hverjum og einum.
  • Hvernig endurhanna má starfsferil fyrir aukna gleði og aukin lífsgæði.

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á því hvað er að breytast á framtíðarvinnumarkaði.
  • Aukið hugrekki til að nýta þér breytingar, í stað þess að verða fyrir breytingum.
  • Aukinn skilningur á mikilvægi eigin stefnumótunar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem eru að velta fyrir sér sínum næstu skrefum, vilja hafa skýrari sýn á þau tækifæri sem felast á framtíðarvinnumarkaði og hvernig má nýta þau betur. Einnig þau sem sem vilja móta sér sína eigin stefnu, út frá eigin þörfum - hvort sem þú ert í starfi, í atvinnuleit eða vilt fara að starfa með nýjum hætti.

Aðrar upplýsingar

Aðgangur að netnámskeiðinu er opinn í þrjá mánuði frá greiðslu.

Áhorf og hlustun tekur um 90 mínútur, auk þess fylgja upprifjunar spurningar og íhugunarefni til að auðvelda þátttakendum að tileinka sér efnið.

Enginn undirbúningur er nauðsynlegur fyrir námskeiðið en viðbótarefni sem gæti nýst þátttakendum eru t.d. þessar bækur:

  • Völundarhús tækifæranna, bylting á vinnumarkaði, giggarar og aukin lífsgæði  eftir Dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur og Herdísi Pálu Pálsdóttur.
  • Sterkari í seinni hálfleik, spennandi umbreytingar og heillandi tækifæri í framtíðinni eftir Dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.

Nánar um kennara

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Árelía hefur doktorspróf á sviði vinnumarkaðsfræða og hefur í mörg ár kennt um framtíðarvinnumarkað. 

Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi á sviði mannauðsmála o.fl. Herdís Pála er með MBA-próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, og hefur starfað lengi sem mannauðsstjóri, hérlendis og erlendis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Endurhannaðu eigin starfsferil

Verð
29900