Stað- og fjarnámskeið

Frá innri styrk til áhrifa

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 26. jan. kl. 8:30 - 16:30 og mán. 23. feb. kl. 13:00 - 16:00 (2x)

21 klst.

Sylvía Guðmundsdóttir

Krumma Jónsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 125.000 kr.
Snemmskráning til og með 15. janúar. Almennt verð er 137.500 kr.
Námskeið

Markmiðið með námskeiðinu er að veita fagfólki í menntun og uppeldi barna hagnýt verkfæri til að takast á við áskoranir í lífi og starfi og efla andlega vellíðan.

Sálfélagsleg færni er grunnur að sjálfsþekkingu og góðum samskiptum þar sem virk hlustun og jákvæð tjáning tilfinninga ræður för. Efni námskeiðsins gagnast því ekki einungis þátttakendum heldur hefur einnig jákvæð áhrif á nemendur, foreldra og samstarfsfólk.

Sálfélagsleg færni samanstendur af hugrænni, tilfinningalegri og félagslegri færni sem WHO skilgreinir sem lykilþátt í heildrænni heilsu. Á námskeiðinu förum við m.a. í gegnum 21 sálfélagslegan þátt eins og ábyrga ákvörðunartöku, færni til að stjórna hvatvísi, samvinnu og stuðning, mótun félagslegra tengsla, hæfni til að hlusta með samkennd og lausnamiðaða
hugsun svo fátt sé nefnt.

Á þessu námskeiði lærir þú að:

  • Nýta eigin áhrifamátt í starfi.
  • Bregðast við streitu og flóknum aðstæðum af öryggi.
  • Styrkja tengsl og traust í samskiptum við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
  • Styðja við jákvæða skólamenningu og velferð.

Námskeiðið er samblanda af netnámi þar sem nemendur fara í gegnum efni, ígrunda og svara spurningum (10 tímar), staðnámi í Endurmenntun Háskóla Íslands (8 tímar) og fjarnámi/ handleiðslu með hópnum og kennara (3 tímar). En það fer fram fjórum vikum eftir að staðnámi lýkur.

Nemendur fá sérhönnuð spil sem þeir geta nýtt strax að loknu námskeiði ásamt góðri eftirfylgni og aðgang að lokuðum hópi nemenda til að styðja við áframhaldandi notkun efnisins.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sálfélagsleg færni og hvers vegna er hún mikilvæg.
  • Fjölþætta heilsu og innri styrk.
    - Sjálfsvitund og leiðir til að efla eigin styrk.
    - Tilfinningagreind og meðvitaða tjáningu tilfinninga.
    - Örugga tengslamyndun og traust samskipti.
  • Hagnýtingu verkfæra og aðferða, notkun spila með einstaklingum og hópum.
  • Innleiðingu í eigin starfsvettvang.

Ávinningur þinn

  • Hagnýt verkfæri til að takast á við krefjandi verkefni og byggja upp jákvæð samskipti.
  • Aukin sjálfsþekking og vellíðan.
  • Bætt tilfinninga- og streitustjórnun.
  • Aukin færni í úrvinnslu krefjandi mála og ákvörðunartöku.
  • Sterkara skólasamfélag.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru fagfólki sem kemur að kennslu og uppeldi barna og ungmenna.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið hefst á heimanámi þar sem nemendur fara í gegnum netfyrirlestur og netnám. Nauðsynlegt er að ljúka því ferli áður en mætt er í staðlotu. Nemendur fá gögn frá kennara í tíma, þar á meðal spjöld sem hægt er að nýta sem verkfæri strax að loknu námskeiði.

Nánar um kennara

Krumma Jónsdóttir er leiðtogaráðgjafi með yfir 20 ára reynslu í stjórnun og umbreytingum. Hún er stofnandi Positive Performances, þar sem hún starfar með stjórnendum sem takast á við flókið starfsumhverfi, aukna ábyrgð og umbreytingar. Í hennar vinnu sameinast vísindaleg dýpt, rekstrarleg innsýn og mannleg nálgun. Hún styður skjólstæðinga við að skýra hugsun, efla sjálfsvitund og tengja árangur við tilgang og gildi.
Markþjálfun hennar byggir á jákvæðri sálfræði, atferlisvísindum og forysturannsóknum. Hún er höfundur líkansins Thrive to Perform & Perform to Thrive, sem hefur hjálpað hundruðum stjórnenda að byggja upp innri styrk, efla áhrif sín og leiða af einlægni og skýrleika. Krumma er EMCC-vottaður markþjálfi (Senior Practitioner), með MSc. í jákvæðri sálfræði og
markþjálfunarsálfræði og stundar nú doktorsnám í forystu og stefnumótun.

Sylvía Guðmundsdóttir er sérkennslustjóri í leikskóla ásamt því að vera með eigið fyrirtæki, Styrkleikar og stefna þar sem hún býður upp á markþjálfun, teymisþjálfun, fyrirlestra og vinnustofur með áherslu á vellíðan í vinnu byggða á fræðum jákvæðrar sálfræði. Sylvía er formaður félags um jákvæða sálfræði og fulltrúi Íslands í Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði (ENPP). Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur m.a sinnt bankastörfum, mannauðsmálum, kennslu við HÍ og setið í stjórn stéttarfélags. Sylvía er með Bs í sálfræði, Ms í mannauðsstjórnun, Ms diploma í jákvæðri sálfræði og leggur nú stund á meistaranám í menntunarfræðum leikskóla við HÍ. Hún lauk einnig námi í Breytingastjórnun frá Harvard háskóla með áherslu á árangursríka innleiðingu breytinga.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Frá innri styrk til áhrifa

Verð
125000