

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 29. jan. kl. 9:00 - 12:00
Vala Valtýsdóttir
Farið verður yfir breytingar á skattalögum og reglugerðum sem hafa áhrif á tekjuárinu 2026. Auk þess verður tæpt á þeim breytingum sem hafa áhrif á framtalsgerð 2026 vegna tekna 2025. Ef tilefni gefst verður farið yfir þá úrskurði yfirskattanefndar og/eða dóma sem hafa leitt til breyttrar framkvæmdar á skattalögum.
Fyrst og fremst verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Enn fremur verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á: i) lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, ii) lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og iii) lögum um tryggingagjald. Auk þess verður farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðum eða öðrum framkvæmdareglum vegna tekna ársins 2025, undir þetta fellur t.d. skattmat 2025. Ef einhverjir úrskurðir yfirskattanefndar og/eða dómar á árinu 2025 hafa leitt til þess að framkvæmd skattalaga breytist verður einnig farið yfir þá.
Fyrir viðurkennda bókara og aðra sem sjá um bókhald fyrirtækja.
Vala Valtýsdóttir er lögmaður og er sérfræðingur á sviði skattamála. Hún hefur unnið bæði hjá skattyfirvöldum, lögmannsstofum og endurskoðunarstofum. Hún starfar nú sem lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, kennir nokkur námskeið hjá Endurmenntun HÍ og er stundakennari við Háskólann á Bifröst í skattarétti.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.