Sálgæsla - H25

Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2025

Námsbraut

Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir. Á sama tíma verður námsvísir birtur sem og tímasetningar og upphæð námsgjalda.

Námið er haldið í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ og samsvarar 40 ECTS einingum.

Markmið

Markmið námsins er að veita nemendum þekkingu í grunnatriðum sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistarþarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu. Í öllum námskeiðum er byggt á sjálfsrýni og unnið með verklegar æfingar sem miða að því að nemendur reyni sig í hlutverkum. Um leið rýna nemar áhrif efnisins og verkefnanna á sjálf sig sem og áhrif eigin sögu á viðfang sitt.

Kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af fjórum 10 ECTS eininga námskeiðum. Kennsla hvers námskeiðs fer fram í tveimur fjögurra daga staðnámslotum frá kl. 9:00 - 14:00. Fyrstu tvær loturnar eru í september, næstu tvær í október og nóvember, svo í janúar og febrúar og síðustu tvær loturnar eru í mars og apríl.

Námsmat

Krafist er virkrar þátttöku nemenda í hverri kennslulotu, efnislegrar þekkingar á námsefninu, þátttöku í umræðutímum og æfingum. Nemendur þurfa að skila verkefnum, taka þátt í æfingum og standast próf.

Fagráð

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Neskirkju.
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ.

Fyrir hverja

Nám í sálgæslu er á meistarastigi. Umsækjendur þurfa því að hafa lokið þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi, s.s. BA prófi, B.Ed. prófi eða BS prófi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálgæsla - H25

Verð
NaN