

Valmynd
Námið hefst 8. sept. 2025 og lýkur með útskrift í júní 2026.
Í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Námið samsvarar 40 ECTS einingum.
Markmið námsins er að veita nemendum þekkingu í grunnatriðum sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistar þarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu. Í öllum námskeiðum er byggt á sjálfsrýni og unnið með verklegar æfingar sem miða að því að nemendur reyni sig í hlutverkum. Um leið rýna nemar áhrif efnisins og verkefnanna á sjálf sig sem og áhrif eigin sögu á viðfang sitt.
Námið samanstendur af fjórum 10 ECTS eininga námskeiðum. Kennsla hvers námskeiðs fer fram í tveimur fjögurra daga staðnámslotum frá kl. 9:00 - 14:00.
8. - 11. september
22. - 25. september
27. - 30. október
10. - 13. nóvember
19. - 22. janúar
2. - 5. febrúar
9. - 12. mars
23. - 26. mars
Birt með fyrirvara um breytingar.
Námið er kennt á íslensku og lesefni er á íslensku og ensku.
Krafist er virkrar þátttöku nemenda í hverri kennslulotu, efnislegrar þekkingar á námsefninu, þátttöku í umræðutímum og æfingum. Nemendur þurfa að skila verkefnum, taka þátt í æfingum og standast próf.
Dr. Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ.
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Neskirkju.
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri námsins hjá Endurmenntun HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Nám í sálgæslu er á meistarastigi. Umsækjendur þurfa því að hafa lokið þriggja ára prófi á grunnstigi háskóla, s.s. BA-prófi, B.Ed.-prófi eða BS-prófi.
Umsækjendur þurfa að hafa færni í íslensku sem samsvarar að lágmarki B2 skv. evrópska tungumálarammanum.
Færni í íslensku telst staðfest með íslensku stúdentsprófi eða sambærilegu námi á þriðja hæfniþrepi samkv. hæfniramma um íslenska menntun.
Umsækjendum sem ekki geta staðfest færni sína í íslensku á ofangreindan máta verður boðið upp á stöðumat sem fram fer í júní og framkvæmt er af viðurkenndum prófunaraðila fyrir Endurmenntun HÍ.
Með umsókn þarf að fylgja:
- Prófskírteini frá háskóla.
- Greinargerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali, hámark ½ blaðsíða.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.