Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala - H25

Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2025.

Námsbraut

Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir. Á sama tíma verður námsvísir birtur sem og tímasetningar og upphæð námsgjalda.

Námið er haldið í samstarfi við Lagadeild Háskóla Íslands og samsvarar 90 ECTS einingum á grunnstigi háskóla. Námið byggir á lögum um sölu fasteigna og skipasölu nr. 70/2015.

Markmið

Lokaviðmið námsins:

  • Að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að standast próf til löggildingar um sölu fasteigna og skipa.
  • Að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti fasteigna- og skipasölu.

Kennslufyrirkomulag

Alla jafna er eitt námskeið kennt í einu sem lýkur með prófi og verkefni áður en næsta námskeið hefst. Námið er kennt í vendikennslu og byggir á fyrirlestrum á neti og vinnustofum í staðkennslu eða rauntíma, mismunandi eftir námskeiðum. Alla jafna er viðveruskylda í vinnustofum.

Námsmat

Fjölbreytt námsmat í formi virkni, verkefna og prófa.

Fagráð

Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Gunnar Atli Gunnarsson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Þórdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.

Fyrir hverja

Námið er fyrir þá sem ætla sér að sækja um löggildingu til fasteigna- og skipasölu og aðra þá sem vilja öðlast meiri þekkingu á þessu sviði. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun – a.m.k. af þrepi 3 í hæfniramma um íslenska menntun
Skilyrði þess að geta öðlast löggildingu sem fasteigna- og skipasali eru tilgreind í 3. gr. laga nr. 70 frá 2015.

Nánar um kennara

Fjölmargir kennarar og gestafyrirlesarar koma að náminu, öll sérfræðingar á sínu sviði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Nám til löggildingar fasteigna- og skipasala - H25

Verð
NaN