Jákvæð sálfræði - H25

Stefnt er að því að námið hefjist næst á haustmisseri 2025.

Námsbraut

Skráðu þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar opnar fyrir umsóknir. Á sama tíma verður námsvísir birtur sem og tímasetningar og upphæð námsgjalda.

Námið er haldið í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og samsvarar 60 ECTS einingum.

Í náminu er hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði og velsældarvísinda kynnt þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Námið veitir víðtæka þekkingu á jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og kynnir fyrir nemendum þau tækifæri sem felast í því að skoða styrkleika umfram veikleika og byggja á því sem vel er gert í stað þess sem fer úrskeiðis.

Markmið

Að námi loknu eiga nemendur meðal annars að:

  • Hafa þekkingu á fræðilegri þróun jákvæðrar sálfræði og tengslum hennar við önnur fræðasvið.
  • Þekkja helstu áhrifaþætti fyrir hamingju og vellíðan.
  • Hafa þekkingu og færni til að kynna jákvæða sálfræði fyrir mismunandi markhópum.
  • Hafa grunnfærni í núvitund með samkennd (e. mindfulness self-compassion) og geta nýtt sér það í einkalífi og starfi.
  • Hafa góða þekkingu á jákvæðum sálfræðiíhlutunum (e. positive psychology intervention) og geta beitt gagnreyndum aðferðum jákvæðrar sálfræði til að auka vellíðan.
  • Hafa persónulega og faglega færni til að greina styrkleika og vinna með þá.
  • Þekkja undirstöðuatriði í markþjálfun (e. coaching) og geta nýtt verkfæri markþjálfunar til að ná betri árangri ásamt því að skilja hvernig nýta má hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði í markþjálfun.
  • Hafa innsýn í rannsóknarniðurstöður innan jákvæðrar sálfræði og lýðheilsu og geta hagnýtt þær á vettvangi.
  • Hafa þekkingu og færni til að þróa námskeið eða aðra íhlutun til að auka vellíðan einstaklinga eða hópa.
  • Geta mótað stefnu sem miðar að því að auka vellíðan á vinnustað, í skóla eða samfélagi.

Kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af sex fimm daga lotum, frá mánudegi til föstudags með viðveru frá kl. 9:00 – 16:00. Fyrsta kennslulota er um miðjan sept. og síðan eru kennslulotur í nóvember, janúar, febrúar, og mars.
Í maímánuði er haldið málþing og náminu lýkur síðan með formlegri útskrift í júní.

Fagráð

Benedikt Jóhannsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis.
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, PhD, sálfræðingur og lektor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum.
Dr. Ingibjörg V. Kaldalóns, lektor á Menntavísindasviði HÍ.
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá Endurmenntun HÍ.

Fyrir hverja

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi eða sambærilegri menntun. 
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði og faglegri nálgun á því að vinna með styrkleika bæði fyrir eigin persónulegan þroska sem og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu sem og við aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Lánamöguleikar og styrkir

Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð sálfræði - H25

Verð
NaN