

Valmynd
Námið hefst 15. sept. 2025 og lýkur með útskrift í júní 2026.
Námið er haldið í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og samsvarar 60 ECTS einingum.
Í náminu er hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði og velsældarvísinda kynnt þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Námið veitir víðtæka þekkingu á jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og kynnir fyrir nemendum þau tækifæri sem felast í því að skoða styrkleika umfram veikleika og byggja á því sem vel er gert í stað þess sem fer úrskeiðis.
Að námi loknu eiga nemendur meðal annars að:
Námið skiptist í sex kennslulotur, sem hver um sig stendur frá mánudegi til föstudags, með viðveru frá kl. 9:00 – 16:00:
15. - 19. september
13. - 17. október
17. - 21. nóv
12. - 16. janúar
9. - 13. febrúar
16. - 20. mars
8. maí – málþing
Birt með fyrirvara um breytingar
Verkefni í náminu byggja á einstaklings- og hópvinnu sem eru unnin í og á milli námslota. Nemendur eru hvattir til að vinna hagnýt verkefni, t.d. skrifa greinar, þróa námsefni eða námskeið,vinna að stefnu eða aðgerðaráætlun, undirbúa fyrirlestra fyrir faghópa eða þróa önnur verkefni eða verkfæri (e. intervention) sem geta nýst þeim í lífi og starfi. Nemendur þurfa að skila verkefnum, standast próf og ljúka lokaverkefni.
Benedikt Jóhannsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis.
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, PhD, sálfræðingur og lektor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum.
Dr. Ingibjörg V. Kaldalóns, lektor á Menntavísindasviði HÍ.
Sigurlaug María Hreinsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Jóhanna Rútsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði, velsældarvísindum og faglegri nálgun á það að vinna með styrkleika, bæði fyrir eigin persónulegan þroska og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, þar með talið mannauðsstjórnunar og verkefnastjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, ráðgjafar eða heilsueflingar. Jafnframt getur námið nýst starfsfólki í annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu eða hvar sem unnið er að því að skapa aðstæður fyrir einstaklinga og/eða stofnanir til að blómstra.
Inntökuskilyrði í námið er grunnmenntun á háskólastigi (BA, B.Ed., B.Sc. o.s.frv.) eða sambærileg menntun.
Umsækjendur þurfa að hafa færni í íslensku sem samsvarar að lágmarki B2 skv. evrópska tungumálarammanum.
Færni í íslensku telst staðfest með íslensku stúdentsprófi eða sambærilegu námi á þriðja hæfniþrepi samkv. hæfniramma um íslenska menntun.
Umsækjendum sem ekki geta staðfest færni sína í íslensku á ofangreindan máta verður boðið upp á stöðumat sem fram fer í júní og framkvæmt er af viðurkenndum prófunaraðila fyrir Endurmenntun HÍ.
Umsóknir eru metnar af fagráði og með umsókninni þarf að fylgja:
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi (PDF).
Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.