null
Fréttir

Þristakeppni Endurmenntunar 2022

Hjá Endurmenntun hafa skapast margar hefðir í gegnum árin og ein af þeim er að starfsfólk skipar sér í nefndir til að halda utan um félagslífið á vinnustaðnum. Oftar en ekki er mikill hátíðarbragur yfir vetrarnefndinni sem fær að skipuleggja jóladagskrá starfsfólks og engin breyting var á því þetta árið. Fyrsti viðburður desembermánaðar var stórkostleg þristakeppni þar sem starfsfólk fékk til umráða ákveðið magn af þristum og fékk að leika sér að því að baka þá inn í gómsætar uppskriftir. Starfsfólk Endurmenntunar lætur ekki að sér hæða þegar kemur að áskorunum og þegar 1. des. rann upp fylltist Dunhaginn af fjölbreyttum þristaréttum sem erfitt að var borða ekki upp til agna.

Alls tóku sextán starfsmenn þátt í keppninni og Sanbó veitti rausnarlega gjafapoka fyrir fimm mismunandi sæti. Fyrst voru veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta nafnið og var það þristablandaða bláberjasultan Þristaberjablús sem hlaut flestu atkvæðin. Síðan var það flottasta framsetningin og Stjörnuþrennan fékk vinninginn, en Stjörnuþrennan var þrílaga þristagleði úr rice krispies, brownies og hvítu súkkulaði. Verðlaun fyrir besta bragðið fékk þrista-, hvítsúkkulaði- og turkish pepper nammiplatan Grýlur. En eitt þristanammið bar samt af öðrum að mati smakkenda og voru það djúpsteiktu þristamolarnir Forljótir sem fékk verðlaun bæði fyrir frumlegustu hugmyndina sem og flest heildarstig í lokatalningu keppninnar. Lögum samkvæmt fékk þó allt starfsfólkið vinning fyrir góða þátttöku og fékk vel útilátna gjafapoka frá Sanbó með þeirra besta nammi.

Uppskriftin að Forljótum fylgir með hér að neðan en nafnið kom til út frá mistökum í undirbúningi þar sem þristarnir voru ekki frystir með jafningnum utan um sig og þegar molarnir voru settir í djúpsteikingarfeitið þá splúndraðist allt og úr urðu þessi forljótu þristabitar.

Forljótir

3dl hveiti

1 tsk. Lyftiduft

1/2 tsk salt

2-3 dl. Pilsner

1 egg

20 Þristar

Þurrkað chili eftir smekk

Öllu nema þristum hrært saman í þykkan jafning og látið bíða í 15 - 20 mín. Skerið þristanna ítvennt (eða fleiri bita eftir stærð), dýfið í jafninginn og frystið í 12+ tíma. Djúpsteikið þar til er húðin er ljósbrún að utan og hvít eða samlit í gegn. Færið gúmmelaðið upp á pappír sem dregur í sig fitu. Kryddið m. saltflögum og chili.

Verð