Upplýsingar vegna Covid-19

Viðbrögð Endurmenntunar Háskóla Íslands við takmörkunum á samkomum

Í ljósi gildandi takmarkana á samkomum vegna farsóttar sem gilda til 25. febrúar 2022 eru almennar reglur um 200 manna fjöldatakmörk í hverju rými og nálægðarmörk 1M milli ótengdra aðila. Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1M regluna. Þetta gildir líka þegar sest er niður í kennslustofum. Almennt gildir 1M regla í húsakynnum Endurmenntunar að frátöldum kennslustofum. Ef ekki er hægt að virða þessi mörk er notuð andlitsgríma. Til að minnka smithættu er eindregið mælst til þess að fólk beri grímur á göngum skólans, en gangar eru hluti af ferðarými.

Grímur verða aðgengilegar fyrir alla að kostnaðarlausu við inngang eða á þjónustuborði.

Fyrirvari um námskeið:

Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:

A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,

eða

B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Vakni upp spurningar vegna náms eða námskeiða er viðkomandi hvattur til að hafa samband við þjónustuborð Endurmenntunar með því að senda póst á netfangið endurmenntun@hi.is.

Hjá Endurmenntun er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að gestir og starfsfólk hugi að persónulegum sóttvörnum þvoi hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir víða í húsakynnum EHÍ og eru allir hvattir til að nýta sér þá. Starfsfólk sótthreinsar stofur og almenna snertifleti reglulega.

Mikilvægt er að viðskiptavinir, kennarar og starfsfólk haldi sig heima ef veikinda verður vart.

Þessi síða verður áfram uppfærð með nýjustu upplýsingum eftir því hvernig málin þróast hverju sinni.

Þessi texti var síðast uppfærður 11. febrúar.