Fréttayfirlit
Við tökum vel á móti þér á Dunhagann
Í janúar opnaði Endurmenntun dyrnar aftur að Dunhaganum fyrir þátttakendum og nemendum námsbrauta en húsið hafði verið lokað um nokkurt skeið vegna fjöldatakmarkana.
Röð námskeiða um spendýr á Íslandi
Í mars verður haldin hjá Endurmenntun röð námskeiða um spendýr á Íslandi. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 2. mars og þar mun Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fjalla um refi, næst mun Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur fjalla um seli, á þriðja námskeiðinu mun Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur fjalla um hvali og að lokum fáum við að vita allt um hreindýr hjá Skarphéðni G. Þórssyni, líffræðingi hjá Náttúrustofu Austurlands.
Lokað vegna veðurs
Í ljósi slæmrar veðurspár verður lokað hjá Endurmenntun á morgun, föstudaginn 14. feb. Appelsínugul viðvörun hefur verið sett yfir landið og við vonum að fólk fari varlega og haldi sig innan dyra á meðan versta veðrið gengur yfir. Húsið opnar samkvæmt dagskrá á laugardaginn.
Lifandi menning hjá EHÍ
Nú er nýtt ár gengið í garð og dagskráin hjá ENDURMENNTUN hefur sjaldan verið fjölbreyttari. Sérstaklega er gaman að vekja athygli á lifandi menningarnámskeiðum sem eru tilvalin fyrir þá sem vilja auðga andann með vorinu.
Óvænt heimsókn á forvitnilegt námskeið
Það er aldrei að vita hverju von er á hér hjá Endurmenntun og það sannaði sig heldur betur um daginn þegar sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leit við á námskeiði Illuga Jökulssonar, Hvað ef?
Íslendingar í sérstöðu þegar kemur að fornsögum
Kennararnir þrír í sívinsælu Íslendingasagnanámskeiðunum okkar komu öll saman á fundi nú á dögunum og gafst okkur tækifæri til að spjalla örlítið við þau um gang mála.