Fréttir

Ánægður vinningshafi

Ánægður vinningshafi

Á Mannauðsdegi Flóru, félags mannauðsstjóra, í Hörpu nýverið vorum við með bás. Það var virkilega ánægjulegt að hitta ráðstefnugesti og sjá hvað það eru margir sem koma að endurmenntun á fyrirtækjamarkaði.

Gestir ráðstefnunnar gátu freistað gæfunnar í básnum okkar og sett nafnspjaldið sitt í kassa og unnið gjafabréf frá Endurmenntun.

Fjölmargir tóku þátt en sú heppna var Elísabet Tanía Smáradóttir, starfsmannastjóri Hertz. Nýverið kom Elísabet til okkar og fékk 30.000 króna gjafabréf afhent. Hún sagðist ekki vera búin að ákveða á hvaða námskeið hún kæmi en hún væri þessa dagana einmitt að kynna sér framboðið okkar á vormisseri. Við óskum Elísabetu innilega til hamingju.

Ólafur Sólimann, viðskiptastjóri Endurmenntunar afhenti Elísabetu gjafabréfið.

0