Fréttir

Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári

Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári

Umsóknir í stuttar og hagnýtar námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám. Námslínurnar geta hentað bæði þeim sem eru að leita leiða til að styrkja sig í starfi eða einfaldlega auðga andann á nýju ári. Fjármál og rekstur er ætlað þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í síbreytilegu umhverfi og vilja ná betri árangri. Í Grunnnámi í bókhaldi verður kennslustofunni breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds. Grunnnám í reikningshaldi er einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við reikningshald og vilja fá góðan grunn á því sviði og að lokum er Hugur og heilbrigði - gerðu gott líf betra frábær námslína fyrir alla þá sem vilja setja sér markmið, skoða eigin líðan, yfirstíga hindranir og takmarkanir, auka meðvitund og skilning á góðri næringu.

Við hvetjum áhugasama til að skoða námslínurnar nánar á endurmenntun.is og finna þar rétta námið við sitt hæfi.

0