Fréttir

Röð námskeiða um spendýr á Íslandi

Röð námskeiða um spendýr á Íslandi

Í mars verður haldin hjá Endurmenntun röð námskeiða um spendýr á Íslandi. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 2. mars og þar mun Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fjalla um refi, næst mun Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur fjalla um seli, á þriðja námskeiðinu mun Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur fjalla um hvali og að lokum fáum við að vita allt um hreindýr hjá Skarphéðni G. Þórssyni, líffræðingi hjá Náttúrustofu Austurlands. Hvert þessara dýra er mikilvægur hlekkur í vistkerfi landsins og námskeiðin verða full af fróðleik um þessar forvitnilegu skepnur. Spurningum verður svarað eins og hversu lengi hafa refir verið til staðar á landinu? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á umhverfi dýranna? Af hverju er fjöldi sela við Ísland á undanhaldi? Hvaða ógnir steðja að hvölum við Íslandsstrendur?

Eins og fram kemur hér að ofan þá er einvala lið sérfræðinga sem kennir námskeiðin og ef öll fjögur eru setin þá er veittur 20% afsláttur sem reiknast af verði síðasta námskeiðsins. Nánari upplýsingar og skráning má finna með því að smella á slóðirnar hér: Refir í náttúru Íslands, Selir í náttúru Íslands, Hvalir í náttúru Íslands, Hreindýr í náttúru Íslands.

0