Fréttir

Lifandi menning hjá EHÍ

Lifandi menning hjá EHÍ

Nú er nýtt ár gengið í garð og dagskráin hjá ENDURMENNTUN hefur sjaldan verið fjölbreyttari. Sérstaklega er gaman að vekja athygli á lifandi menningarnámskeiðum sem eru tilvalin fyrir þá sem vilja auðga andann með vorinu. Fyrst má nefna tvö námskeið í samstarfi við leikhúsin þar sem fylgst verður með uppsetningu væntanlegra verka og endað á forsýningum; annars vegar Bubbi í Borgarleikhúsinu og hins vegar Kópavogskrónika í Þjóðleikhúsinu. Því næst verður kafað í verk Gerðar Kristnýjar en hún er eitt þekktasta ljóðskáld samtímans og á dyggan lesendahóp bæði hér á Íslandi og erlendis. Gerður mun sjálf mæta til fundar við þátttakendur og ræða um verk sín. Síðan ætlar Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar Vísindamaður, að vera með námskeiðið Þín eigin saga þar sem foreldrar/forráðamenn og börn fá tækifæri til að skrifa saman sína eigin skáldsögu.

Fjölmörg önnur fræðandi og skemmtileg námskeið eru framundan og við hvetjum áhugasama til að skoða vefinn okkar, endurmenntun.is en einnig er hægt að sjá framboðið í rafrænu bæklingunum sem komu út í janúar; Fróðleikur og skemmtun og Sterkari í starfi.

0