Fréttir

Leikhúsnámskeið og sögumolar hjá Endurmenntun

Leikhúsnámskeið og sögumolar hjá Endurmenntun

Undanfarin ár hefur Endurmenntun átt í farsælu samstarfi við bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið og í ár eru á dagskrá tvö námskeið í tengslum við uppsetningu á verkum leikhúsanna í haust. Fyrst á svið er leikritið Framúrskarandi vinkona í Þjóðleikhúsinu og hefst námskeiðið 19. október. Þann 18. nóvember hefst svo námskeið um verkið Orlandó í Borgarleikhúsinu. Bæði námskeið enda á forsýningu verkanna og er miðinn innifalinn í verðinu. 

Haustið verður einnig ríkulegt af fróðlegum námskeiðum um sögulega atburði og merkilegar manneskjur. Þar má nefna Sagnalandið - frá Reykholti í Breiðholt sem er einstæð bókmenntaleg hringferð um landið, Vestur-Íslendingar - saga og samskipti um ættinga okkar vestan hafs, Vargöld - öðruvísi Íslandssaga, pólitísk átakasaga 12. og 13. aldar, og Churchill með Illuga Jökuls. um stórbrotinn mann og dökkar hliðar í lífi hans. Hægt er að fræðast um þessi skemmtilegu námskeið í rafræna bæklingnum FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN sem Endurmennun gaf út nýlega en þar má einnig finna fjölmörg önnur námskeið sem koma til með að næra hugann og auðga andann nú í haust.

0