Fréttir

Góð reynsla af fjarnámskeiðum

Góð reynsla af fjarnámskeiðum

Undanfarin misseri hefur Endurmenntun stóraukið úrval sitt af fjarnámskeiðum og það er ánægjulegt verkefni að geta miðlað fróðleik og kunnáttu víðsvegar um landið til stærri hóps þátttakenda. Fjarnámskeiðin hafa fallið í góðan jarðveg og ánægja þátttakenda er frábær hvatning til að halda áfram að þróa námsframboð Endurmenntunar frekar í þessa átt. Góð reynsla er komin á fyrirkomulag fjarnámskeiðanna og kennarar og starfsfólk er sífellt að bæta kunnáttu sína í hinum ýmsu atriðum sem tengjast fjartækninni. Endurmenntun hefur ávallt lagt áherslu á að veita persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu og á því er engin undantekning þegar kemur að fjarnámskeiðunum. Þátttakendur hafa greiðan aðgang að starfsfólki í þjónustu Endurmenntunar ef vangaveltur eða vandamál koma upp og fyrir utan örfáar undantekningar eru öll námskeiðin haldin í rauntíma þannig að þátttakendur geta tekið virkan þátt í umræðum við kennara. Við tryggjum skýr hljóð- og myndgæði með aðstoð tæknimanns sem fylgist með fjarkennslu námskeiðanna og upplifun þátttakenda er því með hinu allra besta móti. Það er mikilvægt að fagna þegar vel gengur og hér höfum við tekið saman nokkur ummæli frá ánægðum þátttakendum sem gleðja og hvetja okkur til að halda áfram okkar góða starfi.   

Fyrir áhugasama má sjá allt úrval fjarnámskeiða á vormisseri HÉR.

Ætla að fá nota þennan reit til lýsa yfir ánægju minni með að Endurmenntun HÍ bjóði nú upp á fjöldann allan af áhugaverðum námskeiðum í fjarnámi en það gerir mér, ásamt öðrum íbúum landsbyggðarinnar, kleift að sækja námskeið. Ég gat verið með þar sem ég missi eingöngu tvo dagsparta úr vinnu og gat komið börnum mínum skólann, hefði þetta eingöngu verið staðnám hefði ég ekki haft tök á að sækja það vegna fjarveru frá vinnu og fjölskyldu sem ekki væri hægt að brúa. Því er það ljós punktur í annars ömurlegu covid ástandi að loks sé Endurmenntun aðgengileg landsbyggðinni.

Mikið er ég innilega ánægð með hvað það eru orðin mörg fjarnámskeið í boði hjá Endurmenntun. Ég er búin að nöldra í ykkur árum saman yfir að skipulagið ykkar miðist við suðvesturhornið eitt og sér. Það er gott að geta núna sent jákvæð skilaboð. Vel gert og ég vona að þessi breyting verði til frambúðar.

Frábært að geta tekið þátt í svona námskeiði á netinu

Mér fannst fyrirlesarar ná góðu sambandi við þátttakendur þó námskeiðið væri á netinu og við fengum skjót svör við spurningum og góða endurgjöf.

Fannst þetta bara ganga ótrúlega vel, virkaði vel að setja í vinnuhópa og smærri grúbbur, gekk bara mjög vel og smurt fyrir sig

Takk fyrir að bjóða upp á námskeiðið Hvalir í náttúru Íslands í fjarnámi. Bý í Stykkishólmi og á erfitt með að komast á viðburði fyrir sunnan. Þetta var frábært. Takk.

Ég lenti í vandræðum með hljóð í upphafi námskeiðs og var mjög ánægð með að starfsmenn EHÍ settu sig strax í samband við mig og buðu fram aðstoð sína. Einnig gaf kennarinn sér tíma til að fara í stuttu máli yfir efnið sem ég missti af í kaffipásu og svaraði ágætlega og af þolinmæði öllum spurningum sem þátttakendur beindu til hennar.

0